is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4965

Titill: 
  • Takmarkanir náttúruverndarlöggjafar á eignarrétti á fasteignum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað almennt um eignarréttindi og hvernig eignarréttur er skilgreindur í íslenskri löggjöf. Meðal annars er tekið til skoðunar hvað felst í beinum eignarrétti og hvaða heimildir slíkur réttur almennt veitir eiganda. Jafnframt er farið yfir helstu flokka óbeins eignarréttar. Þá er stuttlega fjallað um eignaraðild og eignarform.
    Með sama hætti er fjallað almennt um fasteignir og fasteignahugtakið skilgreint. Stofnun eignarréttar yfir fasteignum er sérstaklega tekin fyrir, svo og flokkun fasteigna. Ýmis álitaefni geta komið upp hvað varðar mörk fasteigna og því er ástæða til að fjalla sérstaklega um það efni. Eignarráð fasteignareiganda undir yfirborði jarðar og yfir því eru enn fremur tekin til skoðunar.
    Eignarréttarvernd 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. samningsviðauka við Mannrétt-indasáttmála Evrópu er tekin sérstaklega fyrir. Samkvæmt 72. gr. stjórnar¬skrárinnar er eignarrétturinn friðhelgur og engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema lög bjóði, almenningsþörf krefji og fullt verð komi fyrir og nefnist slík lögboðin eignarafhending eignarnám. Þó að ekki komi til eignarnáms er engu að síður hægt að setja eigendum ákveðnar skorður um það hvernig þeir megi hagnýta sér eignir sínar og ráðstafa þeim. Fjallað er almennt um Mannréttindasáttmála Evrópu svo og eignarréttarákvæði 1. gr. 1. samnings¬viðauka hans. Fjallað er um eignarsviptingar í skilningi ákvæðisins og hvaða skilyrði eru sett fyrir slíkri skerðingu. Almennar takmarkanir eignarréttar sem og aðrar skerðingar eru einnig skoðaðar sérstaklega.
    Þó að ekki sé gengið svo langt að svipta menn eignum sínum með eignarnámi er engu að síður hægt að setja eigendum ákveðnar skorður um það hvernig þeir megi hagnýta sér eignir sínar og ráðstafa þeim. Hér er átt við svokallaðar almennar takmarkanir eignarréttar. Ákveðin atriði hafa verið höfð til leiðsagnar þegar reynt er að skilja á milli eignarnáms og almennra takmarkana á eignarrétti, svo sem hversu langt skerðingar ganga og hver sé þörfin fyrir þær. Gerð er grein fyrir þessum sjónarmiðum og bótagrundvöllur eignarskerðinga jafnframt tekinn til athugunar.
    Tekin eru til skoðunar helstu réttarsvið umhverfisréttar. Í þeirri umfjöllun er megináhersla lögð á náttúruvernd og þá sérstaklega rétt almennings til að ferðast um landið og njóta umgengni við náttúruna.
    Þá er farið yfir helstu takmarkanir sem lög á sviði náttúruverndar setja eignarráðum fasteignareiganda. Tekin eru til skoðunar lög um náttúruvernd, vatnalög, lög um lax- og silungsveiði, lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, lög um landgræðslu og lög um skógrækt.
    Í lokakafla ritgerðarinnar er samantekt á helstu niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Takmarkanir.pdf2.27 MBLokaðurHeildartextiPDF