is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4967

Titill: 
  • Samsteypusamrunar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni, sem ber heitið Samsteypusamrunar, er fjallað um þá gerð samruna sem síst er talin til þess fallin að hafa í för með sér samkeppnishamlandi áhrif og leitast við að greina þau tilvik þar sem samsteypusamruni skaðar samkeppni. Til að fá betri yfirsýn er fjallað um samruna fyrirtækja almennt og hinar ólíku ástæður þess að fyrirtæki sameinast. Fjallað er um undirgerðir samsteypusamruna og gert grein fyrir því í hvaða tilfellum talið er líklegt að til samkeppnishamlandi áhrifa komi vegna slíks samruna. Vikið er að framkvæmd innan EB og aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að samrunamálum af þessu tagi. Við skoðun á þeim sjónarmiðum sem höfð eru til hliðsjónar við mat á samkeppnishamlandi áhrifum samsteypusamruna er stuðst við leiðbeiningar framkvæmdastjórnarinnar um mat á samrunum öðrum en láréttum og framkvæmd skoðuð til að varpa ljósi á innihald leiðbeininganna. Í stuttum kafla um þróun sambærilegra mála í Bandaríkjunum er stiklað á stóru í réttarsögu Bandaríkjamanna og m.a. vikið að gagnrýni sem yfirvöld og fræðimenn vestanhafs hafa látið í ljós vegna framkvæmdar á meginlandi Evrópu. Þá er fjallað um framkvæmd hér á landi og aðkomu samkeppnisyfirvalda að málum er varða samsteypusamruna. Á síðustu misserum hefur samrunum, þar sem bankar eru annar samrunaaðilanna, fjölgað mjög en í þeim tilvikum er yfirleitt um að ræða samsteypusamruna, því saman renna aðilar sem virkir eru á ólíkum mörkuðum. Samkeppnisyfirvöld hafa lagt á það áherslu að hugað sé að samkeppni í yfirstandandi efnahagskreppu og beint því til fjármálastofnana að þær gæti að samkeppni þegar teknar eru ákvarðanir um framtíð fyrirtækja sem eru þátttakendur í samkeppni á ótengdum mörkuðum. Er að síðustu gerð grein fyrir úrlausnum samkeppnisyfirvalda í málum sem varða slíkar yfirtöku banka á fyrirtækjum og þeim sjónarmiðum sem ráðandi eru í þessum tilvikum.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAB_ritgerd.pdf631.43 kBLokaðurHeildartextiPDF