is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/496

Titill: 
  • Markaðssamstarf : lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki í Þingeyjarsveit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er unnið í áfanganum LOK 2106 við Ferðaþjónustubraut Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri í janúar til maí 2005. Markmið verkefnisins er að rannsaka lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki í Þingeyjarsveit og leitast við að svara rannsóknarspurningunum:
    • Hverjir eru helstu þættir markaðssetningar hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit?
    • Hvert er viðhorf til markaðssamstarfs í framtíðinni?
    • Eru lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit að nýta sér fræðslu og tækifæri til aukinnar þekkingar?
    Til að svara rannsóknarspurningunum var gerð símakönnun meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit og var svarhlutfall 72,2%. Helstu niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að ekkert fyrirtækjanna starfar eftir markaðsáætlun og þau hafa takmarkað bolmagn til markaðssetningar. Viðhorf til markaðssamstarfs í framtíðinni er jákvætt, mjög mikill áhugi er á samstarfi innan Þingeyjarsveitar. Enginn forsvarsmanna fyrirtækjanna hafði sótt námskeið Fræþings síðustu 12 mánuði en allir nema tveir höfðu aflað sér aukinnar þekkingar hjá öðrum opinberum aðilum. Á grundvelli rannsóknarinnar er lagt til að aðferðir við markaðssetningu ferðamannastaðar og samstarfskeppni verði notaðar í Þingeyjarsveit.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
markads.pdf1.23 MBTakmarkaðurMarkaðssamstarf - heildPDF
markads-dagbok.pdf51.29 kBTakmarkaðurMarkaðssamstarf - dagbókPDF
markads-e.pdf158.85 kBOpinnMarkaðssamstarf - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
markads-fs.pdf1.26 MBTakmarkaðurMarkaðssamstarf - viðaukarPDF
markads-h.pdf174.21 kBOpinnMarkaðssamstarf - heimildaskráPDFSkoða/Opna
markads-konnun.pdf47.28 kBTakmarkaðurMarkaðssamstarf - könnunPDF
markads-u.pdf98.72 kBOpinnMarkaðssamstarf - útdrátturPDFSkoða/Opna