is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4974

Titill: 
  • Berja skal barn til batnaðar: Um líkamlegar refsingar gegn börnum með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins
Titill: 
  • Spare the Rod, Spoil the Child: Corporal Punishment of Children in Light of the UN Convention on the Rights of the Child
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur umfjöllunarinnar er að varpa ljósi á líkamlegar refsingar gegn börnum. Óhætt er að fullyrða að líkamlegar refsingar hafi tíðkast um aldir alda enda heimildir um slíkar athafnir ekki af skornum skammti. Þannig hafa líkamlegar refsingar verið viðhafðar af hálfu samfélagsins sem viðurkennd refsitegund. Þeim hefur einnig verið beitt af hálfu starfsfólks stofnana og ekki síður af hálfu foreldra. En tímarnir breytast og mennirnir með og þrátt fyrir að ýmsar venjur hafi fest sig rækilega í sessi er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að vinda ofan af þeim. Á Íslandi hefur þróunin augljóslega verið með þeim hætti að afnema líkamlegar refsingar sem viðurkennda refsitegund. Þá virðist það óumdeilt að líkamlegar refsingar eru með öllu óheimilar á stofnunum á borð við fósturheimili og skóla. Hvort foreldrum sé bannað að beita börn sín líkamlegum refsingum hefur hins vegar valdið meiri vafa og ekki síður hvort þeir geti beinlínis skapað sér refsiábyrgð af þeim sökum. Í máli Hrd. 22. janúar 2009 (506/2008) var maður m.a. sýknaður af broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga en sannað þótti að hann hefði a.m.k. í tvö skipti rassskellt syni ástkonu sinnar á berann rassinn og borið olíu á afturenda piltanna að því loknu. Í kjölfar málsins var ákvæðum barnaverdnarlaga nr. 80/2002 breytt á þann veg að óumdeilt er að atvik eins og því sem hér hefur verið lýst mun framvegis ekki vera liðið refsilaust. Niðurstaðan vekur engu að síður ýmsar áleitnar spurningar um nálgun dómstóla við mat á því hvenær skilyrðum refsiábyrgðar sé fullnægt og hver hæfni dómara sé við úrlausn mála er kemur að barnaréttindum og mannréttindum barna.

Samþykkt: 
  • 6.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Copy of Uppsett VGH xxx.pdf925.39 kBLokaðurHeildartextiPDF
Forsida_mynd.pdf314.83 kBLokaðurForsíðaPDF