is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/498

Titill: 
  • Markaðsmöguleikar Golfklúbbs Akureyrar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu eru kannaðir markaðsmöguleikar Golfklúbbs Akureyrar (GA). Til að svara þeirri spurningu voru lagðar fram undirspurningarnar: Hvaða leið er hentugust fyrir GA til að fjölga meðlimum sínum? Er markaðssetning á Arctic Open á Bretlandsmarkaði vænlegur kostur? Á hvaða hátt getur GA fengið fleiri gesti til sín yfir sumartímann með megináherslu á innlenda ferðamenn? Hvert er viðhorf félagsmanna til stjórnar og aðstöðu GA?
    Í upphafi er litið yfir sögu golfs á Íslandi sem og saga og starfsemi GA. Núverandi staða GA er tekin til skoðunar og voru til þess notuð SWOT- greining og Samkeppnislíkan Porters. Í kaflanum um helstu markaðsmöguleika GA er leitast við að svara undirspurningunum sem lagðar eru fram. Niðurstöður við þeim eru að kannski sé hentugasta leiðin fyrir GA til að fjölga meðlimum sínum sú, að halda í þá sem eru þegar félagar. Með sömu nýliðun og verið hefur þá ætti það að skila árangri til fjölgunar meðlima í framtíðinni. Arctic Open er klárlega hæft til markaðssetningar á Bretlandsmarkaði, sérstaða þess sem og vallarins sem er nyrsti 18. holu völlur í heimi er vel til þess fallinn að markaðssetja mótið á Bretlandseyjum. Nýstárlegar leiðir eins og að bjóða gestum afnot af áhöldum án endurgjalds er dæmi um leið sem klúbburinn getur farið til að vekja eftirtekt hjá iðkendum á landsvísu.
    Viðhorfskönnun var framkvæmd, spurningarlisti var sendur til ríflega 200 aðila sem eru á netfangaskrá GA. Voru stjórnarmenn sem og félagsmenn fengnir til að gefa álit á spurningunum. Mjög jákvæðar niðurstöður fengust við könnuninni, flestir eru ánægðir með stjórnendur og aðstöðu GA.
    Lykilorð: Markaðsrannsókn, markaðssetning á innanlandsmarkaði, fjölgun meðlima, markaðssetning á Bretlandi, viðhorf félaga.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
golf.pdf1.84 MBOpinnMarkaðsmöguleikar Golfklúbbs Akureyrar - heildPDFSkoða/Opna