ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/499

Titill

Nýliðaþjálfun í fyrirtækjum : unnið í samstarfi við Sæplast Dalvík ehf.

Útdráttur

Nýliðaþjálfun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja því hún hefur meðal annars áhrif á frammistöðu starfsmanna, starfsmannaveltu, þjálfunarkostnað, framleiðni og mistakakostnað. Vel heppnuð nýliða-þjálfun skiptir bæði máli fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Móttaka nýliða þegar þeir mæta til vinnu fyrsta daginn, kynning á fyrirtækinu, starfsemi þess, markmiðum þess og starfsþjálfunin sjálf eru allt hlutar af þjálfunarferli nýliða. Ef fyrirtæki hlúa vel að þessum þáttum er fátt því til fyrirstöðu að þau uppskeri ríkulega, meðal annars með minni starfsmannaveltu, aukinni framleiðni og hæfari starfsfólki.
Framkvæmd var eigindleg rannsókn í Sæplasti Dalvík ehf. til að komast að því hvernig þjálfun nýrra starfsmanna er háttað, hver árangur af henni er og hvort hún samræmist hugmyndum fræðimanna um árangursríka nýliðaþjálfun. Tekin voru viðtöl við átta starfsmenn fyrirtækisins, yfirmenn, nýliða og starfsmenn verkstæðis. Í heildina virðist nýliðaþjálfunin vera í nokkuð góðum skorðum en ýmis atriði komu í ljós í rannsókninni sem þyrfti að bæta úr. Helst ber að nefna að skipulagi þjálfunarinnar er ábótavant, það eru atriði sem eiga að vera hluti af nýliðaþjálfunarferli Sæplasts sem vill gleymast að fara yfir og einnig þyrfti að standa betur að kynningu öryggismála, til dæmis varð-andi kynningu á brunakerfi verksmiðjunnar og reyna þarf að koma í veg fyrir að starfsmenn brenni sig á mótum. Í lok ritgerðarinnar eru settar fram tillögur til úrbóta.
Lykilorð ritgerðarinnar:
Áhrif nýliðaþjálfunar
Nýliðaþjálfun
Nýliði
Starfsmannavelta
Þjálfunarferli

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
nylidathj-e.pdf125KBOpinn Nýliðaþjálfun í fyrirtækjum - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
nylidathj-h.pdf156KBOpinn Nýliðaþjálfun í fyrirtækjum - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
nylidathj-u.pdf127KBOpinn Nýliðaþjálfun í fyrirtækjum - útdráttur PDF Skoða/Opna
nylidathj.pdf412KBTakmarkaður Nýliðaþjálfun í fyrirtækjum - heild PDF