is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4992

Titill: 
  • Ábyrgð innan hlutafélaga með tilliti til skuggastjórnunar og brottfalls ábyrgðartakmörkunarinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrstu íslensku hlutafélagalögin voru sett árið 1921. Í þeim lögum kom ábyrgðartakmörkunin fram og hefur haldist í hlutafélagalögunum síðan. Ábyrgðartakmörkunin verndar eigendur hlutafélaga gegn því að bera ábyrgð á skuldbindingum félags. Árið 1977 hafði þróunin á lánveitingum lánastofnana til félaga orðið með þeim hætti að algengt var að persónulegrar ábyrgðar frá eigendum eða stjórnendum félagsins var krafist fyrir láninu. Árið 1977 var lagt fram frumvarp að nýjum hlutfélagalögum þar sem að ein af aðal áherslunum var að tryggja ábyrgðartakmörkunina betur og sporna gegn þessari þróun. Í dag er ábyrgðartakmörkunin lögfest í hfl. nr. 2/1995. Ekki eru til neinar lögfestar undanþágur á ábyrgðartakmörkuninni en svo gæti farið á næstu árum að nauðsynlegt verði að heimila brottfall hennar við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar fjárhagur eigenda og hlutafélags blandast saman eða ef stjórnkerfi hlutafélags er ekki starfrækt í samræmi við hfl. Hlutafélagaformið verndar líka stjórnendur félagsins upp að vissu marki, en þeir bera meiri ábyrgð heldur en hluthafar þar sem stjórnendur gegna ábyrgðarmikilli stöðu hjá hlutafélaginu. Hfl. setur hæfisskilyrði fyrir stjórnendur sem vert er að endurskoða með tilliti til aðdraganda að falli bankanna og gera skilyrði strangari. Brjóti stjórnandi gegn skyldum sem stöðunni fylgja geta þeir borið ábyrgð á því tjóni sem brot þeirra hefur í för með sér. Slík brot geta t.d. verið á trúnaðarskyldum eða eftirlitsskyldum. Stjórnendur líkt og hluthafar geta sökum gjörninga sinna þurft að þola ýmis þvingunarúrræði eða refsingar í formi sekta eða allt að tveggja ára fangelsisvistar. Skuggastjórnendur eru þeir aðilar kallaðir þegar að t.d. eigandi hlutafélags fer með raunverulega stjórn félagsins, þrátt fyrir að vera ekki lögformlega valinn í slíka stöðu. Í hfl. er ekkert fjallað um þessar aðstæður og því ekki augljóst hvernig unnt er að láta skuggastjórnendur sæta ábyrgð á tjóni sem gjörningar félags valda. Þó nokkrir erlendir dómstólar hafa fengið til meðferðar mál þar sem skuggastjórnun hefur verið til meðferðar og má draga þá ályktun út frá niðurstöðum dóma þeirra, að skuggastjórnendur geti borið jafn mikla ábyrgð á skuldbindingum félags og skráðir stjórnendur.
    Við ritgerðarsmíð þess var stuðst við íslenskar heimildir á borð við frumvörp til laga, umræður á Alþingi, greinar í fræðiritum og fjölmiðlum, ásamt því að draga ályktanir af þeim hefðum og venjum er gilda fyrir íslenskum dómstólum. Einnig var stuðst við erlend fræðirit og dómafordæmi þar sem skortur var á íslenskum heimildum um það efni er ritgerðin fjallar um. Reynt var að vitna í nýlegustu dæmin úr íslensku samfélagi til að leggja áherslu á mikilvægi þess að breytingar verði gerðar á þeim reglum sem um íslenska hlutafélagaformið gilda.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð - EK - 2010- Lagfært.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna