is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4997

Titill: 
  • Kostnaðarnytjagreining á kransæðahjáveituaðgerðum einstaklinga yfir 80 ára á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hjarta- og æðasjúkdómar eru með algengustu sjúkdómum á Vesturlöndum og kransæðahjáveituaðgerðir eru meðal algengustu aðgerða sem framkvæmdar eru á vestrænum sjúkrahúsum. Einstaklingar yfir 80 ára fara í auknu mæli í slíkar aðgerðir.
    Markmið verkefnisins er að rannsaka með kostnaðarnytjagreiningu hvort kransæðahjáveituaðgerð á einstaklingum yfir 80 ára séu kostnaðarhagkvæmar í samanburði við lyfjameðferðir. Með greiningarmódeli er kostnaðarhagkvæmni meðferðanna metin.
    Aðferðafræði er afturvirk greining og eru notuð gögn frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2008. Í úrtaki rannsóknarinnar eru einstaklingar yfir 80 ára sem fóru í kransæðaþræðingu og uppfylltu ákveðin skilyrði. Reiknaður er kostnaður meðferðanna yfir átta ára tímabil og ávinningur metinn sem lífsgæðavegin lífár. Stigvaxandi kostnaðarvirknihlutfall er reiknað sem umframkostnaður kransæðahjáveituaðgerðar fyrir hvert lífsgæðavegið lífár.
    Niðurstöður sýna að væntur heildarkostnaður hins opinbera vegna einstaklings sem er yfir 80 ára og fer í kransæðaskurðaðgerð er 8.612.442 kr. en 1.997.021 kr. vegna einstaklings sem fær lyfjameðferð. Kostnaðaraukning á ífarandi meðferð umfram lyfjameðferð er því 6.615.421 kr. á hvern einstakling. Umfram lífsgæðavegin lífár sem fást með kransæðahjáveituaðgerð eru 1,38 en miðað við gefnar forsendur er kostnaður við hvert lífsgæðavegið lífár 4.790.147 kr. á verðlagi ársins 2008. Gerð er grein fyrir áhrifum breyttra forsendna, s.s. verðlags, í næmisgreiningum.
    Niðurstaða greiningarinnar er að kransæðahjáveituaðgerð á einstaklingum yfir 80 ára sé kostnaðarhagkvæm ef litið er til alþjóðlegra kostnaðarviðmiða um ásættanlegan umframkostnað fyrir lífsgæðavegið lífár.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaðarnytjagreining á kransæðahjáveituaðgerðum einstaklinga yfir 80 ára á Íslandi.pdf957.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna