ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4999

Titill

Tilvistarstefnan og heimur heyrnarlausra

Útdráttur

Ritgerðin fjallar um tilvistarstefnu, einkum út frá Jean-Paul Sartre og þá möguleika sem hún opnar fyrir tilvist heyrnarlausra. Fyrst er tilvistarstefnan kynnt en hún snýst um mannlega tilvist, það að vera til í veröldinni og greiningu á merkingu mannsins í veröldinni. Tilvistarstefnan svarar ýmsum spurningum um tilveruna með ákveðnum
hætti. Til dæmis er maðurinn algjörlega frjáls í tilveru sinni og er sjálfur við stjórnvölinn hvað varðar eigin lífsbraut með því að skapa eigið sjálf, ásamt því að bera ábyrgð á vali sínu, en þetta skiptir máli fyrir skilning heyrnarlausra á tilveru sinni. Síðan eru kynnt nokkur fræðilega sjónhorn á heyrnarleysi og fjallað bæði almennt um heyrnarleysi og einnig frá læknisfræðilegu, menningarlegu og félagslegu sjónhorni. Þá er gerð grein fyrir rannsóknaverkefni sem fólst í því að taka viðtöl við nokkra heyrnarlausa einstaklinga, þar sem þeir svara spurningum sem tengjast kenningum tilvistarstefnunnar. Spurningarnar eru að mestu leyti um eiginlegt líf, frelsi og val og byggjast á grunnhugmynd tilvistarstefnunnar um mannlífið í heiminum og tilgang mannlífsins. Með þessu eru leidd í ljós ýmis vandamál í tilvist heyrnarlausra í samfélaginu og lífinu.

Samþykkt
7.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokritgerð - BA ri... .pdf376KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna