is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5000

Titill: 
  • Heyrnarlausir í Úganda og á Íslandi. Samanburður á stöðu heyrnarlausra í Úganda og á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka muninn á stöðu heyrnarlausra í tveimur ólíkum löndum, Afríkuríkinu Úganda og vestræna ríkinu Íslandi. Athyglinni verður beint að stöðunni í Úganda en stuttir kaflar um Ísland fylgja með til samanburðar. Farið er yfir stöðuna almennt, fjölda heyrnarlausra, ólíkar ástæður heyrnarleysis í þróunarlöndum og vesturlöndum og skýringar á því raktar. En aðal efni ritgerðarinnar eru menntakerfin í hvoru landi fyrir sig og stefnur í skólamálum. Farið er yfir sögu menntunar fyrir heyrnarlausa og gerð grein fyrir þeim kennslustefnum sem koma við sögu. Til viðbótar eru teknir fyrir þættir sem vega þungt í úgöndsku samfélagi, alnæmi og staða kvenna með stöðu hóps heyrnarlausra í huga. Stefnur stjórnvalda eru lítillega skoðaðar og sett fram gagnrýni á framtaksleysi í málefnum heyrnarlausra í Úganda. Viðhorf til heyrnarleysis eru tekin fyrir og hver munurinn sé þar á milli landanna. Í því skyni eru tekin viðtöl við einstaklinga frá hvoru landi og upplifun þeirra borin saman.
    Leitast verður við að svara því í hverju munurinn á stöðu heyrnarlausra í þessum tveimur löndum felst. Niðurstaða mín er sú að þróunin í Úganda er að flestu leyti komin styttra á veg en á Íslandi, undantekning er viðurkenning á táknmáli sem móðurmáli. Að öðru leyti er staðan mun verri í Úganda þegar kemur að flestum málum, sérstaklega menntamálum og réttindum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iðunn_lokaloka(1).pdf307.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna