is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5005

Titill: 
  • La influencia afronegra en la lengua y cultura en Cuba
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Á Kúbu stóð innflutningur á þrælum yfir í hundruðir ára. En á 19. öldinni varð mikill efnahagsuppgangur á eyjunni með tilkomu margra sykurplantekra. Á öllum þessum plantekrum sárvantaði vinnuafl og var því ráðist í stórkostlegan innflutning á þrælum frá Afríku, aðallega frá Nígeríu og Kongó. Þessir svörtu þrælar komu með sína eigin siði, venjur og einnig tungumál frá Afríku.
    Þegar þrælarnir komu til eyjarinnar þá kunnu þeir ekki spænsku, en nauðsynlegt var fyrir þá að geta tjáð sig við húsbændur sína. Til er tungumál sem kallast spænskt bozal, það er tungumál sem var þróað hjá negraþrælunum til að þeir gætu átt einhver tjáskipti við nýlenduherrana á Kúbu. Tungumálið má sjá í 19. aldar kúbverskum bókmenntum, til dæmis í Cecilia Valdés eftir Cirilio Villaverde. Einnig er hægt að finna orð af afrískum uppruna í kúbversk-spænskum orðabókum. Þannig sjáum við að afrískra áhrifa gætir í spænskunni á Kúbu í dag.
    Einnig hefur áhrifa gætt í kúbverskri menningu, til dæmis í trúarbrögðum þar í landi. Til að þrælarnir gætu iðkað þá trú sem þeir þekktu þurftu þeir að gera það í nafni kaþólskrar trúar, það er, þeir földu sína eigin trú á bakvið þá kaþólsku. Úr þessari blöndu af kaþólskri trú og mismunandi afrískum trúarbrögðum urðu til trúarbrögð sem kallast Santería, og eru þau iðkuð enn þann dag í dag.
    Í þessari ritgerð, La influencia afronegra en la lenga y cultura en Cuba, sem útleggst á íslensku „Afrísk áhrif á tungumál og trúarbrögð á Kúbu“, verður fjallað um þessi áhrif sem negraþrælarnir höfðu á tungumál og trúarbrögð á Kúbu og hvernig þeirra verður vart í dag.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð3.pdf504.6 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
titilsíða ba-verkefnis.pdf5.06 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
kápa fyrir B.A verkefni.pdf59.24 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna