is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5017

Titill: 
  • Skrímsli nýrra tíma. Sköpun nýrrar heimsmyndar í Frankenstein eftir Mary Shelley
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er skáldsagan Frankenstein (1818) eftir Mary Wollestonecraft Shelley tekin til greiningar með hliðsjón af texta Biblíunnar. Heilög ritning kristinna manna var án nokkurs vafa sá texti sem mest mótaði kristna evrópska hugsun um aldir og skáldsagan Frankenstein á vissulega í mikilvægum samræðum við þann texta. Þess vegna verður Biblían notuð til að skapa þann túlkunarramma sem greiningin á Frankenstein mun byggja á. Dregin verða fram þau atriði er varða siðferði og ábyrgð skapara á sköpunarverki sínu í báðum textum og samanburður gerður á þeim. Með þessi atriði til hliðsjónar verður skoðað hvernig líta má á skrímsli Frankenstein sem boðbera, eða jafnvel holdgerving, þeirrar nýju heimsmyndar veraldlegrar vísinda- og efahyggju sem var að ryðja sér til rúms um þær mundir sem skáldsagan var skrifuð. Í þessu tilliti verður heimspeki Hegel, nánar til tekið fyrirbærafræðin og þroskaferli sjálfsvitundarinnar, tekin til skoðunar í samhengi við þroskaferil skrímslisins. Verður þá stuðst við bók Hegel Phenomenology of Spirit ásamt grein Kristjáns Árnasonar um heimspeki Hegel, úr greinasafni hans Hið fagra er satt. Einnig verður skoðað hvernig skrímslið sem birtingarmynd þessarar nýju heimsmyndar kemur fram sem einskonar andstaða við hina gömlu gyðing-kristilegu heimsmynd sem ráðið hafði hugum manna í Evrópu um aldir.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skrímsli nýrra tíma - BA ritgerð - KYB.pdf227.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna