is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/501

Titill: 
  • Er örorkubótakerfið vinnuhvetjandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fimm lykilorð:
    • Vinnuhvetjandi kerfi
    • Hagkvæmni
    • Jafnrétti
    • Ungt fólk
    • Framtíðin
    Í þessu verkefni er fjallað um örorkubótakerfið og möguleika og ávinn-ing einstaklinga með skerta starfsgetu til að vera í vinnu á almennum vinnumarkaði eða fastri vinnu á vernduðum vinnustöðum. Örorkulíf-eyrisþegum hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarin ár, sérstaklega ungu fólki. Þess vegna má ætla að nauðsynlegt sé að kanna kostnað fyrir hið opinbera við að aðstoða þessa einstaklinga við að komast inn á vinnu-markaðinn aftur og bera þann kostnað saman við það ef einstakling-arnir væru á örorkubótum eingöngu.
    Tekin eru dæmi um einstaklinga sem hafa verið metnir öryrkjar og gert greiðsluflæði yfir ráðstöfunartekjur þeirra og greiðslur hins opinbera vegna þeirra á tíu ára tímabili. Notast verður við núvirðisútreikninga í verkefninu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að í öllum tilvikum er ó-dýrast fyrir hið opinbera að einstaklingurinn sé eingöngu á bótum þegar litið er til tíu ára. Kostnaðurinn við að einstaklingurinn sé í vinnu á almennum vinnumarkaði verður þó alltaf minni einhverntíma á tímabil-inu. Kostnaður við að einstaklingurinn væri í fastri verndaðri vinnu var alltaf hæstur. Eitt dæmi var reiknað til 45 ára þar sem miðað var við mjög góðan árangur einstaklingsins á vinnumarkaði og borgaði það til-felli sig fjárhagslega fyrir hið opinbera, munur á núvirði var um 5 milljónir kr. Það kom einnig í ljós að ráðstöfunartekjur einstaklingsins hækka ekki mjög mikið við að fara á vinnumarkaðinn, fer allt niður í 25.000 kr. og enn minna við að vera í verndaðri vinnu. Því telur höfundur að það þurfi að breyta núverandi kerfi og gera það meira vinnuhvetjandi. Það er hagstæðara fyrir alla þegar til lengri tíma er litið.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ororkub.pdf612 kBOpinnEr örorkubótakerfið vinnuhvetjandi? - heildPDFSkoða/Opna