is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5022

Titill: 
  • Hún finnst ekki tannkrem gott. Um fallmörkun frumlaga í barnamáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um fallmörkun frumlaga í barnamáli með áherslu á fallmörkun auka-fallsfrumlaga. Tvíþætt könnun var lögð fyrir börn á aldrinum 5–7 ára þar sem annars vegar var reynt að komast að því hvaða frumlagsfall þau kjósa helst með ákveðnum sögnum og hins vegar hvort þau samþykki fleiri föll með sömu sögninni en það fall sem þau nota. Í ljós kom að börnin nota ekki alltaf sama frumlagsfall með sömu sögninni og einnig að þau virðast samþykkja fleiri frumlagsföll með sömu sögn en það sem þau nota. Þannig kom í ljós að mikill munur er á málbeitingu og málkunnáttu barnanna.
    Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að mörg barnanna voru enn á því stigi máltökunnar að alhæfa nefnifall á frumlög sagna og það kom á óvart hversu stór hluti þeirra var á þessu stigi. Þau barnanna sem höfðu tileinkað sér notkun aukafallsfrumlaga notuðu nær eingöngu þágufallsfrumlag með sögnunum hvort sem um þolfalls- eða þágufallssagnir var að ræða. Hins vegar virðist þolfallsfrumlag vera hluti af mál¬kunnáttu barnanna jafnvel þó það sé ekki hluti af málbeitingu þeirra. Þetta kom fram í seinni hluta könnunarinnar þar sem börnin voru beðin um að leggja dóma á setningar þar sem mismunandi frumlagsfall var notað með sömu sögninni. Könnunin þykir varpa ljósi á aðrar kannanir á fallmörkun frumlaga og segja á einhvern hátt til um hvernig má túlka eldri kannanir þar sem fyrri kannanir hafa aðeins kannað málbeitingu en könnun höfundar skoðaði einnig málkunnáttu og niðurstöðurnar sýndu að þar er mikill munur á.
    Niðurstöður könnunar höfundar eru frekari staðfesting á þeim kenningum málkunnáttufræðinga að máltakan fari fram í stigum. Börn byrji þannig að alhæfa algengustu regluna á tiltekið málfræðiatriði en tileinki sér svo smátt og smátt þrengri reglur. Niðurstöður könnunarinnar voru bornar saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar Ragnheiðar Björgvinsdóttur (2003). Könnun höfundar þykir staðfesta niðu-stöður könnunar Ragnheiðar þar sem kom fram að börn tileinka sér notkun þágufalls-frumlaga á undan þolfallsfrumlögum. Könnun höfundar leiddi enn fremur í ljós að þó börn á aldrinum 5–7 ára hafi ekki tileinkað sér notkun þolfallsfrumlaga þá eru þau engu að síður hluti af málkunnáttu þeirra þó óvirk séu.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hún finnst ekki tannkrem gott.pdf893.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna