is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5045

Titill: 
  • Umhverfisvakning: Tengsl Íslands við Evrópusambandið í umhverfismálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umhverfismál snerta alla og er öruggt að segja að mikilvægt sé fyrir land og þjóð að fylgjast með þeim breytingum sem fram fara á Íslandi með aukinni Evrópusamvinnu. Í þessari ritgerð voru áhrif aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu á umhverfismál íslenskrar stjórnsýslu og almenning í landinu skoðuð og metin. Fyrst var litið á, hver staða umhverfismála er hér á landi, í augum almennings og stjórnmálaflokka. Þá velti höfundur ritgerðar fyrir sér, annars vegar tengslum Íslands og Evrópu í umhverfismálum og því, hvernig Evrópusambandið hefur þróað þennan málaflokk, með samningum, áætlunum og reglugerðum. Að síðustu, kannaði höfundur, hvaða áhrif full aðild að Evrópusambandinu hefði á íslensk umhverfismál og hvort Evrópusambandið hafi þvingað umhverfisstefnu sinni upp á Íslendinga með samningum um Evrópska efnahagssvæðið og hvort þannig hafi verið tekin upp umhverfislöggjöf sem hentaði ekki Íslandi. Þessu til stuðnings var mat sérfræðinga borin saman og skoðað til ályktunar.
    Niðurstaða höfundar var sú, að Ísland hafi notið góðs af aukinni Evrópusamvinnu, en Evrópusambandið hefur undanfarið lagt mikla áherslu á umhverfismál. Umhverfisvitund hefur einnig aukist í kjölfarið hérlendis, með aukinni áherslu stjórnvalda á málaflokkinn og almennri umhverfisvakningu. Unnið var með fyrirliggjandi gögn og rannsóknir á viðfangsefninu, en einnig voru aðferðir orðræðugreiningar og þar að auki svokölluð blönduð aðferð heimildaritgerðar, til að dýpka skilning á málunum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð pdf.pdf482.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna