ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/505

Titill

Aðlögun, aðlögunarfrávik og meðferðarúrræði

Útdráttur

Rannsóknin sem hér er greint frá beinist að því að skoða aðlögun barna í leikskólum, aðlögunarfrávik og hvernig leikskólinn vinnur með þau. Fjallað er um breytingar í þjóðfélaginu sem hafa áhrif á barnið í fjölskyldunni og hlutverk leikskólakennarans. Einnig er fjallað um mótun sjálfsmyndar og hvernig hún tengist aðlögun í leikskólanum og aðrir þættir eins og mikilvægi góðrar samvinnu á milli starfsfólks og foreldra og góðrar samvinnu á milli starfsfólks ef vel á að takast til með aðlögun. Þátttakendur í rannsókninni voru níu leikskólakennarar í sex leikskólum í Reykjavík og gagna var aflað með viðtölum. Það kom í ljós að aðlögunarferlið í leikskólunum sex var mjög svipað og gekk almennt vel fyrir sig. Aðlögunarerfiðleikarnir voru aðallega erfiður viðskilnaður barns við foreldra sína og foreldrar vilja sjálf stjórna ferðinni í aðlögunarferli barnsins. Leikskólinn vinnur þannig að hann er með fastmótaða aðlögun en tekið er mið af barninu hverju sinni og leikskólinn leggur ríka áherslu á að góð samvinna skapist á milli starfsfólks og foreldra barnsins svo að aðlögunarerfiðleikar verði sem minnstir.
Lykilorð: Aðlögunarfrávik, meðferðarúrræði.

Samþykkt
22.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Alögun-heild.pdf252KBLokaður Heildarverk PDF