is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5064

Titill: 
  • Af Guðsmönnum og grænum fingrum. Prestar í viðreisn jarðyrkjunnar á Íslandi 1754-1764. Viðhorf, hlutverk og áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi skoðar hvers vegna þrír prestar - séra Guðlaugur Þorgeirsson, séra Jón
    Bjarnason og séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal – urðu frumkvöðlar í garðyrkju á
    fyrsta áratug jarðyrkjuviðreisnarinnar á Íslandi 1754-1764. Því er svarað með því að
    skoða eftirfarandi þætti: Hver var þáttur ríkis og kirkju í garðræktarstarfi prestanna?
    Hvert var eðli og umfang jarðyrkjuframkvæmda þeirra? Hver var sjálfsmynd
    prestanna, litu þeir á sig sem presta, bændur eða garðyrkjumenn? Hvaða hugmyndir
    höfðu prestarnir sjálfir um framkvæmdir sínar og ástæður þeirra fyrir þeim? Einnig
    er kannað hvaða áhrif þessi starfsemi prestanna hafði á íslenskt samfélag á 18. öld. Að
    lokum er þeirri spurningu velt upp hvort starfsemi prestanna hafi verið liður í þróun á
    hlutverki prestsins á 18. öld.
    Veraldleg yfirvöld og heittrúarstefnan stuðluðu hvort á sinn hátt að því að
    prestarnir tóku upp á því á sjötta áratug 18. aldar að gera tilraunir með garðyrkju.
    Yfirvöld gerðu þetta með tilskipunum og heittrúarstefnan með því að hvetja presta til
    þess sýna trú sína ekki eingöngu í orði heldur líka í verki. Umfang og eðli
    garðyrkjuframkvæmda prestanna sýnir að þeir stunduðu ekki garðrækt til þess eins
    að drýgja matarbúrið eða vegna þess að þeir voru að hlýða skipunum heldur hafi bæir
    þeirra þróast í að verða að nokkurs konar tilraunabúum fyrir garðyrkju. Af bréfum og
    öðrum skrifum prestanna má sjá að þeir hafa frekar litið á sig sem garðyrkjumenn
    heldur en presta. Í sömu bréfum má sjá að áhugi þeirra á garðrækt var drifinn af
    hugsjón sem var tvíþætt. Annars vegar var hún byggð á veraldlegri hugmyndafræði
    viðreisnarinnar um að kjör Íslendinga myndu batna með ræktun matjurta. Hins vegar
    af geistlegri sannfæringu um að Guð hafi ætlað manninum að yrkja og nýta jörðina og
    greiða fyrir þeim sem á eftir honum koma.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokauppkast 5.pdf439.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna