is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5067

Titill: 
  • Kona temur karl. Um formúlur og fantasíur í ástarsögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni sem hér fer á eftir er fjallað um ástarsögur og aðdráttarafl þeirra. Bygging ástarsagna verður skoðuð og sú fantasía sem í þeim birtist um sigur kvenna yfir karlveldinu. Fantasían felur í sér að valdamikil og sterk karlhetja er tamin og sigruð af kvenhetjunni. Kynntar verða til sögunnar kenningar um formúlur ástarsagna og aðdráttarafl þeirra, m.a. bókmenntafræðingsins Janice Radway sem greinir frásagnarformgerð ástarsagna. Ýmsar ástæður eru nefndar fyrir vinsældum formúluástarsagna; gegna þær hlutverki raunveruleikaflótta hjá sumum lesendum, á meðan aðrir lesa þær til að samsama sig persónum í fyrirmyndaheimi fantasíunnar. Út frá kenningum um aðdráttarafl ástarsagna verða skoðaðar tvær klassískar ástarsögur frá 19. öld, Pride and Prejudice (1813) eftir Jane Austen og Jane Eyre (1847) eftir Charlotte Brontë og leitast við að sýna hvernig þær passa inn í og hvernig þær brjóta sig frá formúlu ástarsögunnar. Jafnframt verður kannað hvort í þessum tveimur skáldsögum megi finna forvera nútímaástarsagna, hvort þær séu jafnvel mæður formúlunnar.
    Pride and Prejudice og Jane Eyre njóta mikilla vinsælda enn í dag þrátt fyrir að vera skrifaðar inn í ólíka samfélagsmynd. Reynt verður að skýra aðdráttarafl þessara skáldsagna með sama hætti og skýra má aðdráttarafl formúluástarsagna og tengja þær þannig við fantasíu ástarsögunnar. Sögunum verður stillt upp í frásagnarformgerð ástarsögunnar og einkenni formúlunnar dregin fram. Líta má á Pride and Prejudice sem fyrirmynd formúlunnar að mörgu leyti á meðan Jane Eyre brýtur sig frá henni. Með Jane Eyre fæðist þó ný tegund ástarsagna og persónur hennar eru að ýmsu leyti fyrirmyndir nútímaástarsagnahetja; sér í lagi hin dimma karlhetja sem þar kemur fram á sjónarsviðið. Að lokum verður efni ritgerðarinnar dregið saman í niðurstöður um vinsældir þessara sagna, formúluna sem frá þeim er sprottin og fantasíuna sem lesendur sækja ítrekað í.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Heildarskjal.pdf381.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna