is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5084

Titill: 
  • Roman coins in Iceland. Roman remnants or Viking exotica
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um Rómverska peninga sem fundist hafa á Íslandi. Peningarnir hafa verið gáta í Íslenskri fornleifafræði síðan fyrsti peningurinn fannst fyrir tilviljun árið 1905. Peningarnir verða rannsakaðir út frá sögulegu, fornleifafræðilegu og myntfræðilegu sjónarhorni, til að reyna að komast að því hvenær og hvernig þeir hafa komið til Íslands. Kristján Eldjárn framkvæmdi nokkuð ítarlegar rannsóknir á peningunum sem fundist höfðu þegar hann skrifar bókina Gengið á reka árið 1948 og kemst að þeirri niðurstöðu að peningarnir hafa líklegast komið til landsins með Rómverjum sem hafa villst norður frá Bretlandseyjum. Hann útilokar að peningarnir hafi komið frá hinum Norðurlöndunum á tímum víkinga vegna skorts á þessari gerð peninga þar. Eftir fund fjórða og síðasta af þeim peningum sem stuðst er við í þessari rannsókn kemst Þór Magnússon aftur á móti að þeirri niðurstöðu að peningarnir séu að öllum líkindum frá Norðurlöndum og hafi komið til landsins á tímum víkinga, ekki Rómverja. Ég kem til með að nýta nýjustu rannsóknir innan myntfræði á Norðurlöndum ásamt þekkingu á klaísskri og norrænni fornleifafræði til að reyna að komast að líklegustu ferðaleið peninganna. Þegar allar upplýsingar hafa verið metnar að fullu kemst ég að þeirri niðurstöðu að líklegasta ferðaleið peningana er frá Norðurlöndum og þaðan til Íslands.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Badbh.pdf352 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
TableIb.pdf62.58 kBOpinnFylgiskjal 1 (Table I)PDFSkoða/Opna
Table III.pdf6.42 MBOpinnFylgiskjal 3 (Table III)PDFSkoða/Opna
Table II.pdf12.04 MBOpinnFylgiskjal 2 (Table II)PDFSkoða/Opna
Table IV.pdf3.36 MBOpinnFylgiskjal 4 (Table IV)PDFSkoða/Opna