is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5085

Titill: 
  • Jaðaríþróttir í vetrarferðaþjónustu á Íslandi. Sitjum við á gullkistu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að kanna vettvang íþróttaferðamennsku til lengingar ferðamannatímans. Verkefnið var takmarkað við jaðaríþróttir og hvernig þær eru í dag nýttar til ferðaþjónustu utan ferðamannatíma auk þess að skoða hvernig hægt sé að nota þær enn frekar. Tekin voru viðtöl við nokkra ferðaþjónustuaðila sem nýta nú þegar jaðaríþróttir í ferðaþjónustu. Voru niðurstöðurnar þær að hér á landi væru miklir möguleikar á lengingu ferðamannatímans með vetrar-jaðaríþróttum. Er til staðar ákveðinn menningarkimi sem ferðast alfarið eftir tímabilum í jaðaríþróttum en óháð almennum ferðamannatíma. Einnig kom í ljós að landið býður upp á möguleika í ferðaþjónustu í tengslum við jaðaríþróttir sem afar fáir vita af ennþá. Jaðaríþróttir yfir vetrartímann virðist því hægt að nýta mun meira en þegar er gert, en almenn markmið og markaðssetning á landinu þarf að breytast til að nýta þau tækifæri sem landið býður uppá á þessu sviði og byggja upp eftirspurn.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin.pdf378.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna