is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5093

Titill: 
  • „Þá bara tek ég af mér fótinn og hvíli mig.” Fólk sem vantar á útlimi og ferðalög
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á hverju ári missir fólk á Íslandi útlimi vegna sjúkdóma og slysa. Hér á landi erum við lánsöm að því leyti að þjónustan er góð og Tryggingastofnun sér til þess að fólk fái nauðsynlega gervilimi. En útlimamissir hefur samt sem áður mikil áhrif á heilsu og líðan fólks og í sumum tilvikum breytist lífið mjög mikið við þetta áfall.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvað breytist hjá fólki við útlimamissi í sambandi við ferðalög og tengd áhugamál eins og gönguferðir og útivist ýmiss konar. Rannsóknin fór fram á fyrstu mánuðum ársins 2010 frá janúar til apríl loka og voru tekin viðtöl við 5 einstaklinga sem misst hafa handlegg eða fætur.
    Helstu niðurstöður voru þær að þó missirinn hafi áhrif á líf fólks fer það mikið eftir því hvaða útlim/i fólk missir og hversu mikið er tekið af. Eðlilega munar mestu um fótleggi þar sem þeir hafa meiri áhrif á hreyfanleika fólks. Þá skiptir miklu máli hversu ofarlega fólk missir þá og hvort fólk heldur hnjánum. Karlmenn hafa síður áhyggjur af breyttu útliti heldur en konur. Heilsan skiptir miklu máli, þeir sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, eins og t.d. sykursýki geta oft ekki ferðast vegna þeirra. Þeir sem slasast eða fá t.d. krabbamein sem hægt er að lækna geta lifað lengi eftir það og við góða heilsu. Þar gæti útlimamissir haft meiri áhrif á ferðalög og áhugamál tengd þeim.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerðin loka skemman.pdf520.34 kBLokaðurHeildartextiPDF