is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/509

Titill: 
  • Virðing og jákvæð samskipti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til B.Ed. gráðu í Kennaraháskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um hvort hægt sé að bæta samskipti í leikskóla með markvissri og skipulagðri þjálfun og eflingu samskiptafærni. Gert var mat á árangri af þróunarverkefninu „Virðing og jákvæð samskipti” í leikskólanum Gefnarborg í Garði. Niðurstöður benda til þess að þróunarverkefnið sé að skila árangri. Fleiri starfsmenn telja að samskipti milli starfsmanna séu mjög góð, starfsfólk hrósar börnunum oftar og sýnir þeim oftar umhyggju. Tímaleysi og álag virðist vera að helsta hindrunin fyrir góðum samskiptum starfsfólks bæði við börn og samstarfsfólk. Í verkefninu er lýst hvaða aðferðum er beitt til að auka samskiptafærni bæði hjá leikskólakennurum og börnum. Fjallað er fjölgreindakenningu Howards Gardners og kenningu Daniels Golemans um tilfinningagreind. Þessar kenningar mynda fræðilegan bakgrunn þróunarverkefnisins og þeirra aðferða sem notaðar eru til að efla samskiptafærni barna og leikskólakennara.

Samþykkt: 
  • 22.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virðing og jákvæð samskipti.pdf396.71 kBOpinnÁgrip, inngangur, meginmál og lokaorð.PDFSkoða/Opna
Töfluskrá.pdf41.49 kBOpinnTöfluskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf319.43 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna