ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5101

Titill

Móttaka og aðlögun nýrra starfsmanna

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er móttaka, fræðsla og aðlögun nýrra starfsmanna í fyrirtækjum. Móttaka er stutt ferli sem snýr að undirbúningi fyrir komu nýs starfsmanns og hvernig er tekið á móti honum fyrsta daginn. Fræðsla getur verið formleg þjálfun sem starfsmaður fær varðandi starfið og fyrirtækið eða óformleg fræðsla um viðeigandi hegðun og svörun. Þessi óformlega fræðsla er hluti af aðlögunarferli starfsmanns þar sem kennd eru viðhafandi gildi og venjur innan fyrirtækisins.
Markmiðið var að finna út hvað á sér stað þegar nýr starfsmaður hefur störf og hvernig aðstoð hann fær við aðlögunina. Til þess að ná því voru settar upp rannsóknarspurningar:
1)Hvað felst í móttöku, þjálfun og aðlögun nýrra starfsmanna?
2)Hvaða þýðingu hefur þessi nýliðamóttaka fyrir starfsemi fyrirtækisins og á einstaklinginn?
2.1)Hvaða áhrif hefur nýliðamóttaka á sálfræðilega samninginn og hvernig mótast hún af fyrirtækjamenningunni?
3)Hvernig er ferli ráðningar, móttöku og aðlögunar?
Til þess að vinna að því að fá svör við þessum spurningum var leitast við fræðin og rauntilvik í íslensku fyrirtæki. Fræðin voru notuð til þess að finna ferli, mikilvægi og markmið þáttanna sem um ræðir og rauntilvikið til þess varpa ljósi á tilfinningu yfirmanns og starfsmanna á þessi ferli í raun og veru.
Mikilvægt er að ráða rétta manneskju í rétt starf. Þá þarf að hafa starfsaðstöðu tilbúna, tilkynna öðrum starfsmönnum frá komu nýliðans og kynna honum fyrir fyrirtækinu ásamt markmiðum þess. Móttaka þarf að vera vel undirbúin því hún byggir grunninn að aðlögunarferlinu. Fræðsla og þjálfun snýr að starfinu, óskráðum reglum og gildum fyrirtækisins. Styðja þeir þættir við aðlögunarferlið sem auka starfsánægju og hollustu starfsmanns við fyrirtækið. Helstu niðurstöður rauntilviksins eru þær að bæði yfirmaður og starfsmenn voru sammála um mikilvægi góðrar móttöku. Boðið er uppá mikið úrval fræðslu fyrir starfsmenn og áhersla lögð á að skapa lærdómsmenningu. Það ásamt fóstrakerfi hjálpar nýliðum mikið í aðlögunarferlinu og stuðlar að öryggiskennd þeirra og gerir þá fyrr að starfsmönnum með fulla afkastagetu.

Samþykkt
11.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Móttaka og að... .pdf514KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna