is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5107

Titill: 
  • Eru frammistöðusamtöl áhugaverð eða íþyngjandi? Upplifun millistjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á það hvernig millistjórnendur fyrirtækja takast á við þá áskorun að efla starfsmenn og bæta frammistöðu. Rannsóknin fjallar um millistjórnendur, frammistöðusamtöl og umhverfið og hvernig samspil þessara þriggja þátta hefur áhrif á upplifun millistjórnandans þegar hann tekur frammistöðusamtöl við undirmenn. Markmið rannsóknarinnar er einnig að skoða nánar hvaða þættir auka eða draga úr vilja millistjórnenda til að taka frammistöðusamtöl og voru niðurstöður meðal annars skoðaðar út frá Líkaninu um iðju mannsins.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að auka skilning á samspili þessara þriggja þátta - hæfni millistjórnandans, formgerð frammistöðusamtala og tækifærum eða hömlum umhverfisins - þegar hugað er að getu millistjórnenda til að hafa áhrif á bætta frammistöðu starfsmanna í gegnum frammistöðusamtöl. Tilgangur þess að að greina niðurstöður út frá iðjulíkaninu er að gefa hinni hefðbundnu mannauðsstjórnun mikilvægt „verkfæri” þegar starfsþróun innan fyrirtækja er skoðuð.
    Eigindlegum aðferðum var beitt til að öðlast skilning á upplifun millistjórnenda á viðfangsefninu en viðtöl voru tekin við 7 millistjórnendur sem allir starfa innan sama fyrirtækis.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að millistjórnendurnir upplifa persónulega færni er tengist samskiptum og þeir njóta þess að eiga samskipti við undirmenn. En bæði formgerð frammistöðusamtalanna og hömlur í umhverfinu valda því að þeir upplifa sig ekki nægilega hæfa þegar þeir taka frammistöðusamtöl við undirmenn.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Ragnheidur Kristinsdottir.pdf521.9 kBLokaðurHeildartextiPDF