ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5113

Titill

Breiðfirskar raddir - Mannlíf í Flateyjarhreppi. Fræðileg greinargerð

Útdráttur

Hvað er munnleg saga og munnlegar heimildir? Þetta eru hugtök sem eru fæstum Íslendingum ofarlega í huga. En þó hefur verið vaxandi áhugi á þeim á undanförnum árum. En hvernig er staðið að söfnun þessara heimilda og hvernig eru þær notaðar? Er útvarpið góður miðill til að koma munnlegum heimildum til skila og ef svo er hvers vegna? Í þessari fræðilegu greinargerð verður fjallað um munnlega sögu og munnlegar heimildir, meðferð þeirra, söfnun, notkun og miðlun. Einnig verður fjallað um gerð útvarpsþáttaraða.
Með nýrri tækni er hægt að gera munnlegar heimildir meira lifandi en áður og auðveldara er að miðla þeim til samfélagsins. Munnleg saga er elsta form sögu, því öll saga var munnleg áður en ritletur var fundið upp. Ýmsar fræðigreinar hafa nýtt sér munnlegar heimildir, sagnfræðin var sein til að tileinka sér þessar heimildir en vakning hefur orðið á síðustu áratugum. Með tækniþróun á 20. öldinni og breyttu viðhorfi fræðimanna á síðustu áratugum hafa munnlegar heimildir fengið meira gildi í fræðasamfélaginu.
Þessi greinargerð er unnin með verkefninu Breiðfirskar raddir – Mannlíf í Flateyjarhreppi, sem er fimm þátta útvarpsþáttaröð um mannlíf í Flateyjarhreppi á 20. öldinni. Í þáttunum er notast við munnlegar heimildir, þ.e. viðtöl við einstaklinga sem bjuggu í hreppnum á 20. öld. Í þessari fræðilegu greinargerð er farið yfir verkefnið frá fyrsta undirbúningi til fullunninnar útvarpsþáttaraðar. Góður undirbúningur, viðtalstækni og eftirvinnsla skipta miklu máli til að tryggja gæði heimildarinnar.
Skoðað verður hvaða notkunarmöguleika munnlegar heimildir bjóða upp á. Bæði er hægt að miðla þessum heimildum í upprunalegu formi og svo einnig á prenti og eru þar ýmsar leiðir færar. Miðlun munnlegra heimilda í útvarpi hefur ávallt þótt góður kostur. Gerð verður grein fyrir kostum og göllum útvarpsins sem miðils fyrir þessar heimildir og almennt. Að lokum verður svo farið yfir gerð útvarpsþáttaraða sem miðla munnlegum heimildum.

Athugasemdir

Útvarpsþáttaröð fylgir og er aðgengileg í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

Samþykkt
11.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
forsida-titilsida.pdf50,9KBOpinn Forsíða, titilsíða PDF Skoða/Opna
lokaverkefni.pdf710KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna