is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5117

Titill: 
  • Er meiri fegurð alltaf betri? Rannsókn á hlutfallslegum gæðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið hlutfallsleg gæði hefur verið til umræðu meðal hagfræðinga í meira en hundrað ár. Einn af þeim fyrstu sem kom fram með hugmyndir um þetta var Thorstein Veblen árið 1899. Hlutfallsleg gæði eru ekki aðeins háð magninu sem einstaklingur neytir, heldur einnig magninu sem aðrir neyta. Mismunandi er þó hvaða gæði eru hlutfallsleg, til dæmis eru tekjur frekar hlutfallslegar og jákvæð gæði er varða útlit.
    Framkvæmd er rannsókn sem byggist á könnun sem lögð var fyrir nemendur í rekstrarhagfræði II við Háskóla Íslands og starfsmenn í einu fjármálafyrirtæki. Könnunin varðar mat á algildri og hlutfallslegri stöðu einstaklingsbundinna gæða. Í hverri spurningu eru gefnir tveir valkostir þar sem ímynduðum aðstæðum einstaklings er lýst, velur þátttakandinn þann kost sem honum finnst eftirsóknarverðari. Annar valkosturinn býður uppá að hafa meira en aðrir af vissum gæðum. Í hinum valkostinum hafa allir meira, en þátttakandinn hefur minna en aðrir. Byggt er á svipaðri rannsókn og framkvæmd var árið 1995 af Söru J. Solnick, þáverandi lektor í Hagfræði við háskólann á Miami, og David Hemenway, prófessor við Lýðheilsudeild Harvard háskólans.
    Markmið þessarar ritgerðar er að svara rannsóknarspurningunni: Skiptir hlutfallsleg staða fólk meira máli þegar kemur að útliti en öðrum gæðum? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að það skapast neikvæð ytri áhrif þegar fólk verður fallegra. Það notar til dæmis meira af frítíma sínum til þess að reyna að raða sér hærra í því sem er metið mjög hlutfallslega, eins og til dæmis útlitstengdum gæðum. Fólk er að eyða raunverulegum gæðum sínum í það að reyna að ná sér í betra útlit sem skiptir kannski ekki eins miklu máli í sjálfu sér. Á heildina litið má því segja að hlutfallsleg staða skipti miklu máli þegar kemur að útliti. Fólki er umhugað um hlutfallslega stöðu sína, maka síns og barna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerðin.pdf718.06 kBLokaðurHeildartextiPDF