ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5140

Titill

Grænlenska hagkerfið

Útdráttur

Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir helstu einkennum grænlenska hagkerfisins. Í fyrstu er saga landsins reifuð til að gera grein fyrir uppruna hagkerfisins og þeirri menningu sem það byggir á. Tengsl Grænlands við Danmörku eru fyrirferðarmikil eftir seinni heimsstyrjöld og þá sérstaklega í efnahagslegu samhengi. Allt frá því á sjötta áratug síðustu aldar hafa Danir sent fjármagn til Grænlands í þeim tilgangi að lyfta kaupmætti Grænlendinga upp á það stig sem verið hefur í Danmörku. Þessar greiðslur eru settar í samhengi við kenningar um hollensku veikina og sérstaka grænlenska útgáfu af henni. Með þessu er gerð grein fyrir því hvers vegna hlutur hins opinbera er frekar í líkingu við það sem gerist á Kúbu en í þeim löndum sem Grænlendingar eiga mest samskipti við.
Að lokum er litið á helstu vaxtarmöguleika í grænlensku atvinnulífi og hvaða breytingar þurfa að verða svo að Grænlendingar geti öðlast efnahagslegt sjálfstæði. Helstu niðurstöður eru þær að Grænlendingar þurfa að stuðla að hagræðingu hjá hinu opinbera auk þess að marka sér stefnu um markvisst afnám þeirra styrkja sem þeir njóta erlendis frá. Ólíklegt er að olíuvinnsla muni leysa efnahagsvandamál Grænlendinga í bráð heldur er nauðsynlegt að stuðla að eins fjölbreyttu og hagkvæmu efnahagslífi og mögulegt er á þessum slóðum.

Samþykkt
11.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Graenlandlokautgafa.pdf628KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna