is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5146

Titill: 
  • Nýsköpun sem þróunar- og lærdómsferli. Tilviksrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarna mánuði hefur umfjöllun um nýsköpun aukist í íslensku samfélagi. Í ljósi þess þótti áhugavert að skoða nánar hvað fælist í nýsköpunarferlinu og var markmið verkefnisins að bera kennsl á þætti sem einkenndu nýsköpunarferli og þróun sprotafyrirtækja. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: Hvaða athafnir (e. actions) virðast einkenna upphaf og þróun sprotafyrirtækisins Mentor og hvers konar ferli lærdóms og þekkingarsköpunar birtist þegar nýsköpun á sér stað? Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt. Gagna var aflað með viðtölum, vettvangsheimsókn og þátttökuathugunum. Viðtölin voru hálf opin þar sem spurningarammi stýrði viðtölum. Eitt viðtalanna var undirbúið af hálfu viðmælanda þar sem fyrirfram ákveðin þemu höfðu verið ákveðin. Úrvinnsla gagna, ásamt öðrum rannsóknum og fræðikenningum var borin saman til að svara rannsóknarspurningunum. Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að endurgjöf er mikilvæg sköpun og þróun vöru. Einnig að ýmsar stjórnunarlegar áskoranir felast í að stjórna ört vaxandi fyrirtæki. Mikilvægt er að frumkvöðull leiði og hvetji til nýsköpunar með virkri þátttöku starfsmanna. Hvað sjálft sköpunarferlið varðar kom meðal annars í ljós að samskipti, umræður og gagnrýnin hugsun höfðu áhrif á þróun vörunnar. Ljóst er að nýsköpun og sköpunarferli eru flókin fyrirbæri sem vert er að rannsaka frekar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_gths5_fixed.pdf661.47 kBLokaðurHeildartextiPDF