is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5148

Titill: 
  • Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum - Noregur, Svíþjóð og England
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í flestum löndum aukast heilbrigðisútgjöld jafnt og þétt og hefur því sums staðar verið gripið til breytinga sem m.a. felast í aukinni þátttöku einkaaðila. Umdeilt er hvort það leiðir til meiri hagkvæmni eða minni. Markmið rannsóknarinnar er að meta hvaða hlutverki einkarekstur og einkaframkvæmd gegna í heilbrigðiskerfum Svíþjóðar, Noregs og Englands, hvort notkun þessara leiða hefur leitt til aukinnar skilvirkni og hvaða lærdóm Íslendingar geta dregið af reynslu þessara þjóða.
    Þetta er greinandi rannsóknarritgerð þar sem skoðað er umfang, þróun og hlutverk einkareksturs og einkaframkvæmdar, jafnframt eru metin áhrif þeirra á skilvirkni og hvort umboðsvandi er til staðar. Þá eru rannsökuð sérstaklega áhrif einkareksturs á kostnaðarskilvirkni heilsugæsluþjónustu í Svíþjóð með notkun gagnaumgjarðarfræði og aðhvarfsgreiningar.
    Einkarekstur hefur mismunandi vægi og hlutverki að gegna í löndunum þremur. Algengara er að hann sé nýttur til að auka afköst en sem hvati til skilvirkni og greiðslufyrirkomulag virðist hafa meiri áhrif á hagkvæmni en vægi einkareksturs. Einkarekstur hefur neikvæð áhrif á skilvirkni heilsugæslu léna í Svíþjóð. Ef samkeppnisumhverfi er til staðar virðist hann þó hafa jákvæð áhrif á skilvirkni ef hlutfall hans er um fjórðungur eða meira af veittri heilsugæsluþjónustu.
    Einkaframkvæmd á heilbrigðissviði hefur mikið verið notuð í Englandi en lítið í Noregi og Svíþjóð. Umboðsvandi hefur verið til staðar í einkaframkvæmd í Englandi en dregið hefur úr honum. Einkaframkvæmd virðist hvetja til skilvirkni umfram hefðbundin útboð. Rétt skipting áhættu og ábata auk reynslu og þekkingar hins opinbera á einkaframkvæmd skipta mestu um hvort hún skilar virði eða ekki.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknastofa um einkaframkvæmd
Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum VSV 2010.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna