ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/516

Titill

Starfsmannastefna fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi

Leiðbeinandi
Útdráttur

Verkefnið er lokaverkefni til BSc gráðu og er ætlað að leggja grunn að starfsmannastefnu fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Þær rannsóknaraðferðir sem notaðar voru, eigindleg rannsókn í formi opins viðtals annarsvegar og í megindleg rannsókn í formi viðhorfskönnunar þar sem notaðar voru lokaðar spurningar. Eigindlega rannsóknin byggðist á því að greina núverandi stöðu í starfsmannamálum. Í megindlegu rannsókninni var mælt viðhorf starfsmanna til starfsmannamála innan Svæðisskrifstofunnar. Með þessu móti er ætlun að varpa ljósi á veikleika og styrkleika í stefnu fyrirtækisins í starfsmannamálum. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar:
Hvernig getur viðhorf starfsmanna stuðlað að bættri starfsmannastefnu?
Hvernig mun starfsmannastefna skila markvissari stjórnun?
Hvernig getur hvatning stuðlað að auknum afköstum ?
Niðurstaða rannsókarinnar var sú að fyrirtækið stæði nokkuð vel að sínum starfsmannamálum. Þó kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki markað sér stefnu um hvernig hvetja eigi starfsmenn og umbuna þeim fyrir vel unnin störf. Viðhorf starfsfólks gaf til kynna að það telur endurmenntunnar og fræðslustefnuna ekki fullnægja þörfum. Einnig að flæði upplýsinga væri ekki nægjanlega gott hjá fyrirtækinu og vinnuaðstaða fullnægði ekki kröfum allra.Tillögur eru gerðar um að endurmenntun og þjálfun verði að vera greind út frá þörfum fyrirtækisins og starfsmanna. Virkja þá þekkingu sem þegar er til innan fyrirtækisins og miðla henni til sem flestra. Fyrirtækið þarf að setja sér markmið til framtíðar til að auka hæfni starfsfólks. Starfsmannasamtöl og frammistöðumat þurfa að fara fram reglulega. Fyrirtækið þarf að vera sveigjanlegt og aðlaga sig að þörfum starfsfólks og viðskiptavina.
Lykilorð: Mannauðsstjórnun, starfsmannastefna, starfsmat, frammistöðustjórnun, starfsánægja.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
starfsmstsmfs-e.pdf64,4KBOpinn Starfsmannastefna fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
starfsmstsmfs-h.pdf172KBOpinn Starfsmannastefna fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
starfsmstsmfs-u.pdf89,5KBOpinn Starfsmannastefna fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi - útdráttur PDF Skoða/Opna
starfsmstsmfs.pdf1,87MBLokaður Starfsmannastefna fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi - heild PDF