ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/517

Titill

Þekkingarstjórnun : leið til að bæta rekstrarárangur í þjónustufyrirtækjum

Útdráttur

Þekkingarstjórnun hefur vakið áhuga og athygli stjórnenda og fræðimanna síðustu misseri. Hún er fremur nýleg stjórnunaraðferð sem notar tæknileiðir til að ná fram, nýta og miðla þekkingu innan fyrirtækja.
Verkefnið fjallar um rannsókn þar sem markmiðið er að kanna hvort bæta megi rekstrarárangur fyrirtækja með aðferðum þekkingarstjórnunar. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni:
„Hvernig getur þekkingarstjórnun lækkað rekstrarkostnað, aukið gæði og örvað nýsköpun og bætt með því rekstrarárangur þjónustufyrirtækja?“
Jafnframt er sett fram tilgáta þess efnis að ólík þjónustufyrirtæki geti notað sambærilegar aðferðir þekkingarstjórnunar til að bæta rekstrarárangur sinn.
Tvö fyrirtæki á Akureyri tóku þátt, Lostæti ehf. og Norðurorka hf. Gerð var tilviksrannsókn (Case study) með þeim hætti að tekin voru viðtöl og unnið með rýnihópa í báðum fyrirtækjum ásamt því að unnið var með fyrirliggjandi gögn beggja fyrirtækja.
Verkefnið greinir aðferðafræði þekkingarstjórnunar í máli og myndum. Fyrirtækin eru greind út frá núverandi stöðu, stefnumótun, stærð og vinnuaðferðum. Í úrvinnsluhluta eru gerðar úrbótatillögur og aðferðafræðin fléttuð inn í ferla fyrirtækjanna.
Niðurstöður leiddu í ljós að fyrirtækin geta nýtt tækni og aðferðir þekkingarstjórnunar til að lækka kostnað, örva nýsköpun og auka gæði.
Tilgátan stenst þar sem fyrirtækin geta nýtt sambærilegar aðferðir þekkingarstjórnunar, en með mismunandi tæknleiðum og útfærslum.
Lykilorð: Þekkingarstjórnun, stefnumótun, rekstrarkostnaður, nýsköpun og gæði.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
thekkingarstj-e.pdf131KBOpinn Þekkingarstjórnun - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
thekkingarstj-h.pdf133KBOpinn Þekkingarstjórnun - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
thekkingarstj-u.pdf172KBOpinn Þekkingarstjórnun - útdráttur PDF Skoða/Opna
thekkingarstj.pdf3,18MBTakmarkaður Þekkingarstjórnun - heild PDF