ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5172

Titill

Mat á fyrirtækjamenningu: Er fyrirtækjamenning Toyota Kópavogi þekkingardrifin?

Útdráttur

Þekkingarstjórnun sem sérsvið hefur verið að þróast hratt síðustu ár en um er að ræða samheiti yfir aðferðir sem ætlað er að nýta og efla þekkingu sem býr í mannauðnum. Þekking verður sífellt veigameiri þáttur í velgengi fyrirtækja. Það er því helsta verkefni stjórnenda að finna leiðir til að stjórna þekkingunni sem býr í mannauðnum og ná að laða fram það besta úr honum svo að fyrirtæki nái árangri. Þekkingu er ekki einungis að finna í skjölum heldur einnig í starfsaðferðum, hagnýtri verkkunnáttu starfsmanna, verklagi, ferlum, venjum og siðum. Til að geta breytt þekkingu í verðmæti verður að skapa fyrirtækjamenningu sem fóstrar þekkingu.
Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að skoða hvort fyrirtækjamenning Toyota Kópavogi sé þekkingardrifin. Í spurningalista Denison um fyrirtækjamenningu hafa verið dregin fram þau atriði sem tengjast þekkingarstjórnun. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram: Er fyrirtækjamenning Toyota Kópavogi þekkingardrifin? Í ljós kom að fyrirtækjamenning þess er að hluta til þekkingardrifin. Af þeim 11 atriðum úr spurningalista Denison sem tengjast þekkingarstjórnun stendur fyrirtækið sig vel í fjórum. Fyrirtækið stendur sig einnig ágætlega hvað varðar menningarvíddina aðlögunarhæfni en undir hana heyra flest þau atriði sem tengjast þekkingarstjórnun. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna jafnframt að tengsl eru á milli þekkingarstjórnunarkvarðans og helstu árangursþáttanna sem bendir til þess að þekkingarstjórnun sé hluti af menningu fyrirtækisins.

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MS_ritgerd_toyota.pdf1,25MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna