is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5173

Titill: 
  • Hækkandi hitastig jarðar og breytingar á umræðu hagfræðinga um viðbrögð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár og áratugi hafa umræður um loftslagsbreytingar færst verulega í aukana. Í þessari ritgerð er fjallað um þær breytingar sem hafa orðið á umræðu hagfræðinga um viðbrögð við hækkandi hitastigi jarðar. Stern-skýrslan um loftslagsmál markaði tímamót á þessu sviði, en þar leggur hagfræðingurinn Nicholas Stern til að draga þurfi verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Þar til skýrsla Stern kom út voru hagfræðingar sammála um hóflegan samdrátt til skemmri tíma en ætti svo að vera stighækkandi til lengri tíma. Stern vill hins vegar draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 25% fram til 2050 og kostnaður við það yrði um 1% af árlegri landsframleiðslu heims. Hagfræðingurinn William Nordhaus er einn af þeim hagfræðingum sem gagnrýna skýrslu Stern og telur að niðurstöður hennar stafi af vali hans á félagslegri ávöxtunarkröfu (e. Social dicount rate). Í skýrslu OECD um umhverfismál er lagt til að dregið verði verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda, en samkvæmt aðgerðapakka skýrslunnar er gert ráð fyrir um 13% aukningu í útstreymi fram til ársins 2030 en yrði 37% ef ekkert yrði aðhafst. Kostnaðurinn yrði um 1% af árlegri landsframleiðslu fram til ársins 2030. Alþjóðasamfélagið stefnir einnig í sömu átt samkvæmt yfirlýsingum Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Íslands í loftslagsmálum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerðAndriOttó2.pdf326.09 kBLokaðurHeildartextiPDF