is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5188

Titill: 
  • Made in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mörgum verkefnum er hleypt af stokkunum árlega sem miða að því að koma íslenskum fyrirtækjum, varningi og listamönnum á framfæri erlendis. Þessi verkefni eru oft framkvæmd í samvinnu við íslenskar stofnanir og ráðuneyti auk þess að vera styrkt af einkafyrirtækjum. Árið 2008 ákváðu Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar og Iceland Naturally að fara af stað með verkefnið Made in Iceland. Megintilgangur Made in Iceland verkefnisins er að vekja athygli á íslenskri tónlist með því að koma á framfæri í Bandaríkjunum því helsta sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi á hverju ári.
    Í þessari rannsókn er leitast við að svara spurningunni: Hver eru áhrif samstillts verkefnis á borð við Made in Iceland, annarsvegar fyrir íslenska tónlist og hinsvegar fyrir ímynd landsins? Til þess að svara þessari spurningu var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt og eru niðurstöðurnar byggðar á 21 viðtali við þátttakendur í verkefninu, framkvæmdaraðila, samstarfsaðila og erlenda ferðamenn. Einnig eru niðurstöðurnar byggðar á umfjöllun um íslenska tónlist og tónlistarmenn í erlendum blaðagreinum og greinum af netmiðlum ásamt fræðilegri umfjöllun.
    Helstu niðurstöður eru þær að vegna smæðar íslensks tónlistarmarkaðar er mikilvægt fyrir íslenska tónlistarmenn að koma tónlist sinni á framfæri erlendis, ef þeir ætla að hafa hana að aðalstarfi. Litið er á íslenska tónlist sem eitt aðalsmerki Íslands erlendis og það að vera frá Íslandi virðist vera íslenskum tónlistarmönnum til framdráttar. Í niðurstöðunum kemur sérstaða íslenskrar tónlistar einnig sterkt í ljós sem og tengsl milli ímyndar Íslands og íslenskrar tónlistar. Árangur Made in Iceland verkefnisins virðist vera góður þó tónlistarmenn hafi lítið fundið fyrir beinum árangri af verkefninu. Helsta gagnrýni á verkefnið er hversu lítið upplýsingaflæði var milli þátttakenda og þeirra sem stóðu að verkefninu.

Styrktaraðili: 
  • Útflutningsráð Íslands, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.
Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MadeInIceland.pdf634.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna