is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5189

Titill: 
  • Þekkingarverðmæti í reikningsskilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er fræðileg úttekt á þekkingu, þekkingarstjórnun, þekkingarverðmætum og reikningshaldslegri meðhöndlun þeirra. Ritgerðinni er ætlað að svara spurningunum: hvað er þekking, hvernig er henni stjórnað, hvað eru þekkingarverðmæti og hvernig eru þau sett fram í reikningsskilum?
    Uppbygging ritgerðarinnar er á þann veg að á eftir inngangi er þekkingu, flokkun hennar, miðlun og mikilvægi fyrir fyrirtæki gerð skil. Þar á eftir er kafli um þekkingarstjórnun, áskoranir sem í henni felast og mikilvægi fyrirtækjamenningar. Í fjórða kafla er að finna skilgreiningu á þekkingarverðmætum og umfjöllun um auðlindir fyrirtækja, skiptingu auðs innan þeirra, mælingar, mat, vísbendingar og kennistærðir þekkingarverðmæta. Auk þess er fjallað um ástæður mælinga, ávinning af mati, meðferð þekkingarverðmæta í reikningsskilum, auk þekkingarskýrslu og þekkingarbókhalds. Að lokum er niðurlag með svörum við ofangreindum spurningum og samantekt.
    Samantekt á fræðilegri úttekt gefur til kynna að þekking sé hvorki gögn né upplýsingar heldur niðurstaða af ferli skilningsmótunar. Hún er samkeppnishæfni fyrirtækja mikilvæg og getur verið forsenda samkeppnisyfirburða sé hún varðveitt og henni stjórnað. Þekkingarstjórnun er flókið ferli og margþætt sem felst í að: finna, vinna úr, meta, deila og nýta þekkingu og tengist stefnu, upplýsingatækni, lærdómi og menningu fyrirtækja. Þekkingarverðmæti eru öll hin óefnislegu verðmæti sem fyrirtæki ráða yfir og geta stuðlað að samkeppnisyfirburðum. Þekkingarverðmætum er gjarnan skipt upp í mannauð, skipulagsauð og viðskiptaauð og þau er mikilvægt að mæla, meta og skrá. Kennistærðir þeirra geta verið ýmsar hlutfallstölur, fjöldi eininga og eiginleikar. Framsetning þekkingarverðmæta í reikningsskilum er flókin þar sem þau falla ekki öll undir skilgreiningar og skilyrði óefnislegra eigna samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Útgáfa þekkingarskýrslu samhliða hefðbundnum ársreikningi er leið sem fyrirtæki geta farið til að gefa mynd af starfsemi á grundvelli óefnislegra eigna, núverandi stöðu þeirra og gefa forsendur fyrir framtíðarvæntingum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekkingarverðmæti í reikningsskilum.pdf380.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna