ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5197

Titill

Alþjóðleg samvinna við rannsókn og meðferð sakamála. Frá sjónarhóli íslensks réttar

Útdráttur

Á undanförnum áratugum hefur þörfin fyrir alþjóðlegt samstarf við rannsókn og meðferð sakamála aukist. Skipulögð brotastarfsemi er í eðli sínu alþjóðleg og fer fram þar sem ávinnings má vænta. Þegar hún teygir anga sína yfir landamæri er þörf á alþjóðlegri samvinnu löggæsluyfirvalda hlutaðeigandi ríkja. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun en opinberar skýrslur síðastliðinna ára lýsa umtalsverðri aukningu skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi á síðustu árum. Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir með þjóðréttarsamningum um alþjóðlega samvinnu við rannsókn og meðferð sakamála. Raktar eru reglur sem gilda um samvinnu ríkja við framsal eða afhendingu sakborninga og gagnkvæma réttaraðstoð við rannsókn og meðferð sakamála. Gerð er grein fyrir því samstarfi sem Ísland tekur þátt í og er á vegum Norðurlandanna, því næst samstarfi á vegum Evrópusambandsins og jafnframt er gerð stuttlega grein fyrir samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Þegar hinni alþjóðlegu umfjöllun er lokið tekur við umfjöllun um aðkomu íslenskra stjórnvalda að alþjóðlegu samstarfi og hvaða rannsóknarúrræðum er heimilt að beita í þágu rannsóknar og meðferðar sakamála sem teygja anga sína út fyrir landsteina einstakra ríkja og hafa tengsl við Ísland. Þá er gerð grein fyrir íslenskum réttarreglum um framsal og afhendingu sakborninga frá Íslandi og framkvæmd slíkra mála. Loks er veitt yfirlit yfir samstarf í tengslum við rannsókn sakamála, hvaða úrræða er mögulegt að grípa til hvað varðar gagnkvæma réttaraðstoð milli Íslands og hvernig slíkt samstarf gengur fyrir sig.

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerd.pdf1,1MBLokaður Meginmál PDF  
Vidauki 1.pdf103KBLokaður Viðauki 1 PDF  
Vidauki 2.pdf120KBLokaður Viðauki 2 PDF