is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5198

Titill: 
  • Nýliðaval NFL deildarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er hvernig velja eigi leikmenn í nýliðavali NFL deildarinnar. Kynntar eru tvær mögulegar „strategíur“ sem hægt er að nota við val á leikmönnum. Niðurstöður benda til þess að betra sé að velja besta leikmanninn hverju sinni í stað þess að velja eftir þörf. Lausn nýliðavals með aðferðum leikjafræði leiðir til sömu lausnar, þ.e. val á besta leikmanni. Ástæðu þess að sú strategía er betri er hægt að rekja til þess að rökréttast er fyrir liðin að hámarka vænt virði hvers valréttar fyrir sig. Fjallað er um virði valrétta, áhættu tengda launum leikmanna og upplýsingavanda sem er til staðar við njósnun leikmanna. Greining með hjálp hagrannsóknarlíkans leiðir það í ljós að lið láti fyrri ákvarðanir sínar í nýliðavali hafa áhrif á seinni tíma ákvarðanir í nýliðavali. Slík hegðun ætti hins vegar ekki að eiga sér stað. Lið deildarinnar ættu að geta boðið nýliðum sínum lægri samning heldur en þau gera sökum þess að leikmennirnir geta ekki fengið sambærilegar tekjur á öðrum vinnustað. Einnig benda niðurstöður tilraunavals, sem var framkvæmt, til þess að einstaklingar velji frekar eftir þörf heldur en besta leikmanninn þegar þeir taka þátt í nýliðavali, þrátt fyrir að rökrétt sé að velja þann besta. Niðurstöður tilraunavalsins benda einnig til þess að einstaklingar láti fyrri ákvörðun sína hafa áhrif á síðari ákvarðanir, þrátt fyrir að rökrétt sé að slíkt eigi ekki að gerast.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nylidaval_NFL_deildarinnar.pdf814.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna