is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5199

Titill: 
  • Greining á úrskurðum Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum banka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður hlutverk Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum skoðað. Fjallað verður um Samkeppniseftirlitið og skoðuð verða lög um samruna fyrirtækja. Farið verður yfir þau fræðilegu hugtök sem koma að samkeppni en það eru einokun, fákeppni, einkasölusamkeppni og samkeppni. Enn fremur verður rætt um það hvernig Samkeppniseftirlitið getur notað markaðshlutdeild til að meta hvort fyrirtæki nái markaðsráðandi stöðu og HHI stuðul til að meta samþjöppun á markaði. Markmið ritgerðarinnar er að meta tvo úrskurði Samkeppniseftirlitsins um sameiningu banka og gera greinarmun á þeim með tilliti til samkeppnislaga og hlutverks Samkeppnis¬eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið leyfði ekki fyrirhugaðan samruna Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands árið 2000 þar sem Samkeppniseftirlitið taldi að samruninn myndi draga verulega úr samkeppni á bankamörkuðum. Árið 2003 leyfði Samkeppniseftirlitið samruna Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka þar sem Samkeppniseftirlitið taldi að samruninn myndi ekki hafa slæm áhrif á samkeppni á bankamörkuðum. Kannað verður í ritgerðinni hvers vegna annar samruninn var leyfður en hinn ekki. Þegar helstu atriði ritgerðarinnar eru skoðuð má setja spurningamerki við hvort skynsamlegt hafi verið hjá Samkeppniseftirlitinu að leyfa samruna Kaupþings og Búnaðarbanka. Samkeppniseftirlitið hefði meðal annars mátt, við mat á síðari málinu skoða betur þau áhrif sem samruninn hefði á samþjöppun á markaði og taka meira tillit til þess að erfitt sé fyrir ný fyrirtæki að koma inn á bankamarkað þar sem aðgangshindranir eru miklar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf303.11 kBLokaðurHeildartextiPDF