ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5215

Titill

Áfengi. Kauphegðun

Útdráttur

Í þessari ritgerð er reynt að varpa ljósi á áhrif verðhækkana og fjárhagslegs samdráttar í efnahagslífinu á kauphegðun fólks við áfengiskaup. Spurt er: „Hvernig hefur kauphegðun neytenda á veitingahúsum, börum og hótelum breyst í kjölfar efnahagssamdráttarins og hækkandi verðs á áfengi?“ og „Hver hafa viðbrögð veitingahúsa, bara og hótela verið við breyttri kauphegðun neytenda?“
Fjallað er um efnið almennt en einnig er skoðað hvort merkjanlegar breytingar hafi orðið á áfengisneyslu Íslendinga í kjölfar efnahagshrunsins. Farið er í talsverða greiningarvinnu á tölum frá ÁTVR er varða sölu áfengis hér á landi, bæði undanfarin tíu ár og í kringum kreppuna í efnahagslífinu sem myndaðist á haustmánuðum 2008. Þá eru einnig skoðaðar tölur sem fengust frá tollstjóra yfir gómað smygl á áfengi til að
átta sig á heildarumfangi vínmarkaðarins hér á landi. Þá eru tekin viðtöl við fjóra rekstraraðila með vínveitingaleyfi.
Markmiðið með þessari rannsókn er að athuga hvort niðurstöður fáist sem gætu nýst við markaðssetningu á áfengi og hjálpað til við að útskýra kauphegðun neytenda á þessum markaði.

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bs-ritgerð - Þór S... .pdf673KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna