ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5220

Titill

Útflutningur jarðefna frá Íslandi

Útdráttur

Í ritgerðinni er skoðað hvort það er hægt að nýta jarðefni á Íslandi og sérstaklega með útflutning í huga. Rannsóknarspurningin er hvort það sé möguleiki að flytja út jarðefni frá Íslandi. Í ritgerðinni verður farið lítillega í sögu þessarar greinar, tekið fyrir hvaða efni þetta eru o.s.frv. Það er lögð aðaláhersla á efni sem er notað í steypu og malbik og til þess að vera með sem raunverulegast verkefni þá var unnið út frá námu sem er á Brunahvammshálsi sem er um 40 km frá Vopnafirði. Þegar byrjað var að leita gagna kom fljótlega í ljós að ekki var mikið um gögn sem fundust eftir hefðbundnum leiðum og var þá ákveðið að leita uppi aðila sem vitað var að byggju yfir mikilli reynslu og þekkingu í þessum iðnaði. Með því fundust gögn og fleiri aðilar sem gátu sagt frá upplýsingum og hvar þær væri að hafa.
Tekið verður fyrir hvaða fyrirtæki eru að flytja út jarðefni í dag og hverjir eru að skoða það. Einnig er tekið fyrir einkenni þessa markaðar, farið ofan í kostnaðinn við að koma vörunni eða jarðefninu á markað. Þar er kjölfestukostnaðurinn flutningur því að þetta er mjög þung vara sem þarf að flytja langa leið. Niðurstaðan kemur eiginlega á óvart, en það eru mörg tækifæri og margt sem hægt er að skoða betur í þessum efnum.

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Útflutningur jarðe... .pdf1,16MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna