ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5222

Titill

Innistæðutryggingar

Útdráttur

Innistæðutryggingum var fyrst komið á fót í Bandaríkjunum á fjórða áratug síðustu
aldar. Stjórnvöld flestra landa í heiminum fylgdu í kjölfarið, og nú er svo komið að
innistæðutryggingakerfi eru talin veigamikill þáttur í því að tryggja
fjármálastöðugleika hagkerfa. Fyrirkomulag innistæðutrygginga er mismunandi eftir
löndum, en allur gangur er á því hvernig tryggingasjóðirnir fjármagnaðir, hvort þeir
séu reknir af einkaaðilum, hinu opinbera eða hafðir á formi sjálfseignastofnana.
Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um hvort innistæðutryggingakerfi séu æskileg
eða ekki, en stærstur hluti fræðimanna telur að innistæðutryggingakerfi í einhverju
formi séu nauðsynleg. Fjármálakreppan sem hófst af fullum þunga á árinu 2008 sýndi
fram á innistæðutryggingasjóðir hagkerfa hins vestræna heims nutu ekki nægs trausts
innlánseigenda, og stjórnvöld víða um heim gripu til aðgerða með auknum ábyrgðum
og tryggingum. Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta sem ætlað er að tryggja
innistæður á Íslandi var við hrun íslenska fjármálakerfisins haustið 2008 alltof lítill til
að standa undir þeim kröfum sem á hann stóðu eftir hrunið, en sé litið til umræðna á
Alþingi og skrifa forsvarsmanna sjóðsins á síðustu árum má sjá að engann óraði fyrir
að aðstæðurnar sem komu upp í október 2008 gætu nokkurn tímann komið upp.
Icesave-málið svokallaða vakti upp áleitnar spurningar um innistæðutryggingar.
Ýmsar tillögur hafa verið gerðar til úrbóta, og verða þeim gerð skil.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð til júlí 2015

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
r5.pdf360KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna