ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5224

Titill

Eru stjórnendur hæfari til að taka ákvarðanir að lokinni stjórnendaþjálfun? Áhrif stjórnendaþjálfunar á persónulegt og faglegt líf stjórnandans

Útdráttur

Þessi meistararitgerð leitar svara við rannsóknarspurningunni Bætir stjórnendaþjálfun ákvarðanatökur stjórnenda? Markmið rannsóknarinnar er að kanna með eigindlegri viðtalsaðferð hvort stjórnendur upplifðu í kjölfar stjórnendaþjálfunar að þjálfunin hafi bætt ákvörðunartökuferli þeirra og markmiðasetningu.
Til að leita svara við spurningunni voru tekin viðtöl við tíu stjórnendur íslenskra fyrirtækja sem höfðu farið í stjórnendaþjálfun. Til að fá sem fjölbreyttast úrtak var ákveðið að 1) ekki hefðu allir sama markþjálfa né 2) ynnu hjá sama fyrirtæki. Því voru valdir stjórnendur frá sex mismunandi fyrirtækjum og sjö mismunandi markþjálfum.
Helstu niðurstöður benda til þess að í kjölfar stjórnendaþjálfunar hafa gæði ákvarðanatöku stjórnenda stóraukist og var það yfirgnæfandi meirihluti sem taldi það. Aðrar niðurstöður voru að markmiðasetning hefur orðið markvissari og að stjórnendur ná frekar markmiðum sínum í kjölfar stjórnendaþjálfunar.
Lykilorð: Markþjálfun, stjórnendaþjálfun, ákvarðanatökur, markmiðasetning.

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Master Steinunn 10... .pdf896KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna