is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5236

Titill: 
  • Rannsókn á lífslíkum: Áhrif vergrar landsframleiðslu auk annarra þátta á lífslíkur í heiminum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lífslíkur hafa aukist mikið síðustu ár og er sú þróun ein mikilvægasta þróun sem hefur
    áhrif á heilbrigði mannsins. Iðnaðarlöndin búa við hæstu lífslíkur frá upphafi meðan
    mörg þróunarlönd búa við margfalt lægri lífslíkur. Fræðimenn eru hins vegar margir
    með skiptar skoðanir um það hvað veldur þessum mikla ójöfnuði á heilsu manna í
    heiminum og hafa margar rannsóknir verið gerðar til þess að útskýra þessa þróun.
    Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að reyna skýra þann mikla ójöfnuð sem er í
    lífslíkum í heiminum þar sem einblínt er á samband VLF og lífslíkur.
    Gögnin sem voru notuð í þessari rannsókn eru þverskurðargögn sem var safnað af
    vefsvæðum nokkurra stofnanna. Flest gögnin eru frá árinu 2000 þar sem skortur var á
    nýlegri gögnum. Notuð var aðhvarfsgreining til þess að kanna samband lífslíka og
    breytanna sem voru notaðar í rannsókninni.
    Niðurstöður sýna fram á jákvætt samband vergrar landsframleiðslu og lífslíka, þ.e.
    aukning í VLF skilar sér í lengri lífslíkum. Önnur niðurstaða var sú að tekjuójöfnuður
    hefur marktækt neikvæð áhrif á lífslíkur í heiminum.
    Aukning í VLF virðist hafa meiri áhrif á lífslíkur í þróunarlöndum sem skýrist meðal
    annars af því að auknar tekjur meðal þróunarlanda fara í að mæta grunnþörfum manna
    sem bæta heilbrigði þeirra. Sama tekjuaukning í þróuðum löndum fer í að mæta annars
    konar neysluvenjum sem bætir ekki heilsu þeirra. Ójöfnuður skýrir hluta af breytileika
    lífslíka þar sem aukinn ójöfnuður hefur neikvæð áhrif á heilsu manna.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
matthildurskila.pdf442.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna