is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5237

Titill: 
  • Aukið atvinnuleysi á Íslandi í kjölfar fjármálakreppu: Hefur Beveridge kúrfan hliðrast?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í kjölfar bankahrunsins hefur atvinnuleysi á Íslandi aukist úr rúmum tveimur prósentum í rúm sjö prósent á tæplega tveimur árum. Spurning er hvort aukið atvinnuleysi verði langvarandi vandamál á Íslandi. Í þessari ritgerð eru ýmsir þættir teknir til skoðunar sem kunna að gefa svar við því. Fjármálakreppan á Íslandi er sett í samhengi við efnahagsþrengingarnar sem Finnland stóð frammi fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Atvinnuleysi þar í landi jókst verulega og varanlega í kjölfar kreppunnar. Íslenska Beveridge kúrfan hliðraðist í kjölfar bankahrunsins og getur það gefið vísbendingu um aukið atvinnuleysi á Íslandi til langs tíma. Hliðrun Beveridge kúrfunnar virðist einkum orsakast af tveimur þáttum. Fyrri þátturinn er aðlögun hagkerfisins að breyttri uppbyggingu. Seinni þátturinn er rausnarlegt atvinnuleysis-bótakerfi sem dregur úr hvata fólks til að þiggja þau störf sem í boði eru. Samspil þess og eðlis lausra starfa og atvinnulausra dregur enn frekar úr vinnuhvata fólks. Misræmi er til staðar á milli þeirra starfa sem í boði eru og hinna atvinnulausu. Flest störfin gefa lág laun samanborið við atvinnuleysisbætur. Stór hluti atvinnulausra hafði góðar tekjur áður en til atvinnumissis kom og kýs frekar að þiggja bætur en að taka þeim lausu störfum sem í boði eru. Þar með er ljóst að hliðrun Beveridge kúrfunnar mun verða varanleg þangað til betri störf bjóðast sem borgar sig fyrir atvinnulausa að taka. Til að sporna megi við auknu atvinnuleysi nægir því ekki að fjölga störfum. Störfin þurfa að vera vel launuð og þess eðlis að þau henti atvinnulausum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs ritgerd_lokautgafa.pdf910.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna