is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5239

Titill: 
  • Ráðningarferli - starfsmannavelta - kostnaður. Eigindleg rannsókn á samspili þessara þátta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er reynt að varpa ljósi á samhengi á milli ráðningarferlis og kostnaðar af starfsmannaveltu. Reynt er að sýna fram á, að starfsmannaveltan hefst í ráðningarferlinu og athugað hvort hægt sé, að takast á við hana og þann kostnað, sem henni fylgir í því ferli. Starfsmannavelta er mikið hagsmunamál í rekstri skipulagsheilda, þar sem hún snertir bæði einstaklingana og skipulagsheildina sjálfa. Í fræðilega kaflanum kom skýrt fram, þegar rýnt var í fræðin á sviði starfsmannveltu, að hún getur haft mikið um fjárhagslega afkomu skipulagsheildarinnar að segja. Gert er grein fyrir ráðningarferlinu, starfsmannavelta útskýrð og til að undirstrika, hve alvarleg starfsmannavelta getur verið í rekstri skipulagsheilda, eru tekin dæmi sem sýna fram á þann kostnað sem getur skapast af starfsmannaveltu, ef ekki er rétt haldið á spilunum. Gerð var eigindleg rannsókn, þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við átta starfsmannastjóra um efnið. Helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar voru, að ráðningarferlið er mjög misjafnt eftir skipulagsheildum þó oftast sé stuðst við einhvers konar ferli. Flestir viðmælenda mæla starfsmannaveltuna með einhverjum hætti, en minna fer fyrir dýpri greiningu á þeim kostnaði sem hún getur valdið. Greinilegt samhengi var á milli dýpri greininga, eða vilja til slíkra, þar sem starfsmannaveltan var há en þar sem hún var lág, jafnvel of lág, en ekki var farið í þá greiningu frekar. Þar sem starfsmannaveltan var hærri var meiri meðvitund um að vinna í því að draga úr veltunni. Allir viðmælendur lögðu mikla áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu og auka vellíðan starfsfólks í vinnu og utan hennar. Mikið er gert í þeim málaflokki, en þannig bæði meðvitað og ómeðvitað, er verið að viðhalda starfsmannafestunni. Ljóst er að draga má úr kostnaði við starfsmannaveltu með því að sinna betur ráðningarferlinu og þar geta atriði, eins og breytt viðtalsform og ferli við val á umsækjendum, haft mikið að segja og þannig er á hægt að draga úr kostnaði, sem ómarkvisst ráðningarferli getur orsakað.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ráðningarferli - Starfsmannavelta - Kostnaður.pdf361.76 kBLokaðurMeginmálPDF
Heimildaskrá.pdf48.08 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Abstract.pdf6.19 kBOpinnAbstractPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf7.03 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna