ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5257

Titill

Málstol og mállegt verkstol. Umfjöllun um tilvist mállegs verkstols samhliða Broca málstoli

Útdráttur

Í þessari ritgerð er sjónum beint að málstoli í kjölfar heilablóðfalls. Áhersla er lögð á Broca málstol ásamt mállegu verkstoli sem kemur gjarnan fram samhliða þessari gerð málstols. Stiklað er á stóru um rannsóknir á málstoli, helstu gerðum þess ásamt því að gert er grein fyrir tveimur greiningarprófum. Deilt hefur verið um tilvist mállegs verkstols og meðal annars talið að fyrirbærið sé hluti af Broca málstoli en markmið þessarar ritgerðar er að reyna að sýna fram á að mállegt verkstol sé sérstakur kvilli út af fyrir sig og þar með sagt að fyrirbærið sé í raun til. Skýringa er leitað í orðasafni mannsins ásamt því að bera saman framfarir tveggja einstaklinga með Broca málstol en annar þeirra hefur einnig mállegt verkstol samhliða málstolinu. Niðurstöður benda til þess að fyrirbærið sem um ræðir, þ.e. mállegt verkstol, sé til og er ekki hluti af Broca málstoli.

Samþykkt
12.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Loka.pdf556KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna