ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5274

Titill

Laugardalurinn sem áfangastaður íþróttaferðamennsku

Útdráttur

Rannsóknarvinna á Laugardalnum í Reykjavík sem áfangastað íþróttaferðamennsku er löngu tímabær en Laugardalurinn hefur að geyma stærstu og bestu íþróttaaðstöðu sem í boði er á Íslandi. Fjöldinn allur af alþjóðlegum íþróttaviðburðum hefur verið haldin í Laugardalnum í gegnum árin. Í þessari ritgerð eru ýmsir þættir sem varða íþróttaferðamennsku í Laugardalnum skoðaðir líkt og staða Laugardalsins, framtíðarmöguleikar hans og möguleikar á frekari uppbyggingu hvað varðar innviði. Með fræðilegri nálgun ásamt viðtölum við aðila tengda íþróttum, alþjóðlegu mótshaldi, kynningarmálum og ferðaþjónustu hefur rannsakandi komist að eftirfarandi þáttum: Í Laugardalnum er til staðar hágæða íþróttaaðstaða, í mörgum tilfellum á heimsmælikvarða. Erlendir þátttakendur í alþjóðlegum íþróttaviðburðum hafa lofað aðstöðuna og jafnvel sóst eftir því að fá að koma í Laugardalinn eingöngu til þess að nýta æfingaaðstöðuna sem hann hefur uppá að bjóða. Efnahagskreppan hefur augljóslega sett strik í reikninginn um sinn varðandi frekari uppbyggingu í Laugardalnum en þó eru margar hugmyndir á teikniborðinu varðandi uppbyggingu innviða í dalnum. Aukning hefur orðið á komu erlendra þátttakenda á alþjóðlega íþróttaviðburði í Laugardalnum en hún hefur kannski ekki orðið eins mikil og vonast hefur verið eftir.
Með aukinni og skipulegri kynningu á Laugardalnum sem áfangastaðar íþróttaferðamennsku má auðveldlega gera hann að sterkara aðdráttarafli fyrir íþróttaferðamennsku. Með því að hanna ramma byggðan á kenningum Gammon og Robinson (2004) yfir þá íþróttaaðstöðu sem Laugardalurinn hefur uppá að bjóða fyrir mismunandi hópa íþróttaferðamanna má öðlast heilsteypta sýn á möguleika Laugardalsins sem áfangastaðs íþróttaferðamennsku. Þessi rammi ætti einnig að hjálpa til við framtíðarmarkaðssetningu svæðisins.

Samþykkt
14.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS Lokaeintak PDF 3.pdf831KBLokaður Heildartexti PDF