is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5291

Titill: 
  • „Það er gott að gera eitthvað sem er alvöru.“ Um starfsfólk frjálsra félagasamtaka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið þróun hefur lengi valdið fræðimönnum heilabrotum og margir varpað fram kenningum um hvernig samfélög þróist og þá hvort fátækt og iðnvæðing séu andstæðir pólar á einhvers konar þróunarbraut. Heill iðnaður byggir á hugtakinu þróun og mörg frjáls félagasamtök vinna að þróunarmálum í fátækari hlutum heimsins. Frjáls félagasamtök eru afsprengi borgaralegs samfélags og á Íslandi er talsverður fjöldi frjálsra félagasamtaka sem starfa að þróunarmálum en þó helst sem styrktaraðilar grasrótarsamtaka í þriðja heiminum. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða af hverju starfsfólk og sjálfboðaliðar frjálsra félagasamtaka, sem vinna að þróunarmálum, ákváðu að vinna slíka vinnu, auk þess að öðlast sýn á upplifun þessa starfsfólks á starfið og þróunarmál.
    Niðurstöðurnar byggjast á eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við starfsfólk frjálsra félagasamtaka ásamt nokkrum þátttökurannsóknum auk skriflegra heimilda um frjáls félagasamtök. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þróunarstarf veitti þátttakendunum þá gleði að geta gefið af sjálfum sér og þeir töldu starfið mikilvægan lið í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Að auki mátti greina áhrif kristinnar trúar á forsendur starfsins. Sýn þátttakendanna á starfið var að mörgu leyti í samræmi við orðræðu frjálsra félagasamtaka og þróunaraðstoðar eins og hún er í dag og má þar nefna hugtakið samvinnu sérstaklega. Eins gætti ákveðinnar kröfu um fábrotin lífstíl og sómasamlega hegðun þróunarstarfsfólks.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Development has been a controversial concept in the minds of scholars for a long time. Many have attempted to theorize about the development of societies and whether poverty and industrialization are antipodes on a path to a developed society. Today there is a large industry built on the concept of development where many non-governmental organizations work on developmental projects in the poorer regions of the world. NGOs originated from civil society. Many Icelandic NGOs work on development, mostly as donors for grassroots organizations in the third world. The aim of this research is to explain why people work and volunteer for NGOs on development, why they decide to do so, and to gain an insight on their personal experiences and vision on their work on development.
    The findings are based on qualitative research which built on interviews with people who all work for NGOs, participant observations and documentary evidence on NGOs. The findings revealed that working for NGOs awards participants the joy of giving and they are convinced about the importance of their work in fighting poverty in the world. The findings also detected Christian religion as a reason for participants‟ involvement. The experiences and vision of the participants reflect today‟s discourse of NGOs on development. That includes discourse on the concept of participation and demands on NGOs‟ workers to live a humble lifestyle and behave themselves in an appropriate manner.

Samþykkt: 
  • 17.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er gott að gera eitthvað sem er alvöru.pdf733.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna