ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5295

Titill

Umhverfingar og uppákomur á sýningu Egils Sæbjörnssonar „Staðarandi og Frásögn“ í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi

Útdráttur

Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson (1973) hefur komið víða við frá því hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1997. Hann hefur unnið við myndlist og tónlist jöfnum höndum og mynda þessar listgreinar einkennandi snertiflöt í verkum hans. Í þessari ritgerð verður fjallað um verk Egils sem sýnd voru á yfirlitssýningunni „Staðarandi og Frásögn“ í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi árið 2009. Sýningin samanstóð af verkum allt frá árinu 2005 og veittu því ágæta yfirsýn yfir þeim marglaga vinnubrögðum sem einkenna Egil sem listamann. Til viðbótar við verk sýningarinnar flutti Egill gjörninginn THE MIND (2009) ásamt listakonunni Marciu Moraes og samræmist hann yfirskrift sýningarinnar um „Staðaranda og Frásögn“.

Samþykkt
17.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ritgerð:skemma.pdf4,04MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna