ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5313

Titill

Matur er manns gaman: Sögur af matarboðum

Útdráttur

Eftirfarandi ritgerð fjallar um matarboð, nánar tiltekið kvöldmatarboð. Athöfnin að borða saman þjónar bæði næringarfræðilegum og félagslegum tilgangi. Eftirminnilegar stundir í lífi fólks eru oft á tíðum tengdar mat og matarboðum. Hér verður varpað ljósi á hvers konar athöfn kvöldmatarboð eru, hvað fólk tjáir með mat og matarhefðum þeim tengdum. Í því skyni voru tekin viðtöl við átta viðmælendur sem sögðu sögur af kvöldmatarboðum.
Í kjölfar hnattvæðingar hefur framboð á matvörum, uppskriftum og hugmyndum aukist gífurlega á undanförnum árum. Umræðan um hnattvæðingu hefur oft verið á neikvæðum nótum. Helsta gagnrýnin hefur beinst að því að sérkenni þjóða og hópa muni verða hnattvæðingunni að bráð og þannig muni menningarleg einsleitni aukast. Neysla getur aftur á móti verið skapandi og það eru matarboð líka. Athöfnin að velja mat, matreiða hann og borða gefur fólki tækifæri til að vera skapandi og „máta“ ólíkar sjálfsmyndir. Hvernig fólk heldur matarboð segir heilmikið til um sjálfsmynd þess. Hefðirnar, siðirnir og venjurnar sem kristallast í matarboðum eru þannig hluti af hinu eilífa viðhaldi sjálfsmyndarinnar sem er í stöðugri mótun.

Samþykkt
18.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
forsida_agrip_efni... .pdf157KBOpinn Forsíða, ágrip og efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
meginmal_heimildas... .pdf493KBOpinn Meginmál og heimildaskrá PDF Skoða/Opna